fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

„Mér hefur borist til eyrna að á morgun eigi að halda sérstakan fund“

Eyjan
Mánudaginn 7. febrúar 2022 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segist hafa heimildir fyrir því að á morgun eigi að halda fund meðal starfsfólks þeirra félaga sem eiga aðild að ASÍ í þeim tilgangi að senda frá sér ályktun til stuðnings starfsfólks skrifstofu Eflingar og þar með gegn framboði Sólveigar og Baráttulistans til stjórnar Eflingar.

Sólveig segir að hún hafi nú heyrt af því að til standi að halda fund meðal starfsmanna aðildarfélaga ASÍ og sé tilgangur fundarins að senda frá sér ályktun til stuðnings starfsfólks skrifstofu Eflingar.

„Mér hefur borist til eyrna að á morgun eigi að halda sérstakan fund starfsfólks þeirra félaga sem eiga aðild að ASÍ Og að tilgangur fundarins sé að samþykkja og senda frá sér ályktun til stuðnings starfsfólki skrifstofu Eflingar, og gegn mér og framboði Baráttulistans til stjórnar félagsins. Ég hef heyrt að starfsfólk Eflingar sé mjög áfram um að slík ályktun verði skrifuð og send til fjölmiðla á morgun. Hinn daginn hefst svo kosninginn til formanns og stjórnar félagsins.“

Sólveig segir að þarna sé verið að reyna að koma í veg fyrir að hún nái kjöri.

„Nú get ég auðvitað ekki fullyrt að þau sem undirbúa að senda ályktun frá stórum hópi starfsfólks félaga innan ASÍ skilji hversu gróflega þau eru með þessu að blanda sér í lýðræðislegar kosningar Eflingarfólks um það hver stýrir félaginu. En ég held að þau geri það. Ég held að til þess sé leikurinn gerður. Til að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ég og félagar mínir á Baráttulistanum getum sigrað.

Atvinnurekendur vilja ekki deila völdum með vinnuaflinu. Og staðreyndin, sú sem verður æ augljósari, er að þau sem telja sig réttmæta eigendur verkalýðsfélaganna okkar, þau sem vinna innan skrifstofuvirkisins, þau vilja það ekki heldur. Þeim finnst það einfaldlega fráleitt. Þau eiga hreyfinguna, þau eiga ASÍ og þau ætla að ráða. Þau sjá einfaldlega ekkert athugavert við reyna að hafa áhrif á það hver stýrir Eflingu. Þeim finnst ekki nóg komið af ofstækisfullum árásum og nafnlausum rógburði. Nei, það verður að halda áfram að kynda bálið.“

Sólveig segir afbrigðilega stemmningu ríkja innan ASÍ og minnist þess að margir starfsmenn þar hafi sýnt þeim manni stuðning sem hafi hótað Sólveigu ofbeldi.

„M.a. skrifaði lögmaður ASÍ, sá sem stýrði “rannsókninni” sem ég nefndi hér að ofan, þessi orð á Facebook-vegg mannsins: “Ömurlegar fréttir kæri félagi – á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað – þvert á móti.”

Þegar mér var bent á þessi ummæli sendi ég póst á lögmanninn sem hafði ritað þau, ásamt forseta ASÍ og framkvæmdastjóra, þar sem ég lýsti því hversu sjúkt og særandi mér þætti framferðið hans. Ekkert þessara þriggja sem fengu póstinn sá ástæðu til að svara mér. Ég var í þeirra huga einfaldlega ekki þess virði að eiga heimtingu á svari eða viðbrögðum.“

Sólveig segir hömlulaust virðingarleysi ríkja gagnvart verkafólki hér á landi og birtist þetta skýrt víða.

„Það er margt að í samfélaginu okkar. Eitt af því er hið magnaða og hömlulausa virðingarleysi sem ríkir gagnvart verkafólki. Sem birtist út um allt, og nú í framferði þeirra sem hafa krýnt sjálfa sig eigendur hreyfingar vinnandi fólks. Þau telja sig ekki einu sinni þurfa að bera að virðingu fyrir því að kosningar eru að hefjast í langstærsta félagi verka og láglaunafólks, kosningar sem munu móta framtíð baráttu þessa fjölmenna hóps og því hvaða árangur er mögulegur. Þau eiga “hreyfinguna” og eignarhald þeirra er ofar öllu öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“