fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingur lést í eldsvoða í bílskúr á heimili sínu á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 08:48

Mynd sem birtist með frétt Canarian Weekly um harmleikinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri lést í eldsvoða sem gaus upp í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife. Eldsvoðinn átti sér stað að morgni sunnudags en samkvæmt fjölmiðlum ytra barst neyðartilkynning um eldinn kl.7.30. Miðillinn El Día greinir frá því að maðurinn sé íslenskur ríkisborgari.

Viðbragðsaðilar frá Adeje og San Miguel komu fljótt á vettvang og slökktu eldinn sem hafði læst sig í þrjá bíla í bílskúrnum. Inni í einum þeirra fannst maðurinn látinn.

Í umfjöllun El Día kemur fram að allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða og ekki leiki grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Kemur fram í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og kunni að hafa sofnað í bílnum eftir að hafa kveikt sér í sígarettu.

Íslendingasamfélagið ytra er harmi slegið enda hafði maðurinn verið búsettur ásamt fjölskyldu sinni um nokkurt skeið ytra og var virkur þátttakandi í félagslífi Íslendinga á eyjunni.

Costa Adeje er á suðurhluta Tenerife-eyju og er afar vinsæll áfangastaður Íslendinga ásamt hinum nærliggjandi Playa Américas og Los Cristianos. Samkvæmt heimildum DV var hinn látni búsettur á eyjunni ásamt fjölskyldu sinni.

Í samtali við DV í gær staðfesti Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að málið væri ekki komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins, en útilokaði ekki aðkomu ráðuneytisins að málinu síðar yrði þess óskað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu