fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Birtu viðtalið við Hödd þrátt fyrir hótanir um lögsókn og blaðið rýkur út – „Hún er bara uppseld hjá okkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. febrúar 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill, steig fram í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar og greindi þar frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi eiginmanns. Með sanni má segja að viðtalið hafi vakið töluverða athygli.

Þó hann hafi ekki verið nafngreindur í viðtalinu tilkynnti fyrrverandi eiginmaður Haddar, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, að hann ætli að stíga til hliðar á Brandenburg vegna ásakana Haddar í hans garð.

Áður en viðtalið var bit hafði lögmaður Ragnars sent ritstjórn Vikunnar bréf þar sem tímaritinu var hótað lögsókn ef viðtalið yrði birt.

Sjá einnig: Vikunni hótað lögsókn vegna viðtals við Hödd um heimilisofbeldi – „Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó“

DV barst ábending um að erfitt gengi fyrir marga áhugasama að komast yfir nýjasta tölublað Vikunnar þar sem það væri hreinlega uppseld á flestum stöðum.

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann og sagði fyrirspurnunum hreinlega rigna inn.

„Hún [Vikan] er bara uppseld hjá okkur og ég veit að hún er til í einhverjum verslunum ennþá. Við erum búin að vera að fá fyrirspurnir frá fólki sem er að leita að blaðinu því það er ekki til orðið í sumum búðum.“

Steingerður segir einnig að umferð um áskriftavefinn hjá þeim hafi aukist mikið undanfarna daga og töluvert sé um nýja áskrifendur. Hún þorði ekki að nefna neinar tölur í því samhengi, en nefndi sem dæmi að á fimmtudag hafi tugir nýrra áskrifenda bæst í hópinn og hafi þó nokkrir slegist í hópinn síðan þá.

Aðspurð hvort hún telji að það sé viðtalið við Hödd sem sé að vekja þessa eftirspurn segir Steingerður að það sé ekki spurning.

„Ég held að það sé ekki spurning að þetta er áhugi á viðtalinu og svo held ég náttúrulega líka að sú umfjöllun sem viðtalið hafi fengið hafi bara líka vakið áhuga fólks á blaðinu og kannski líka minnt fólk á að þetta blað er til og það er oft skemmtilegt.“

Eins og áður segir hafði lögmaður Ragnars sent bréf þar sem málsókn var hótað ef viðtalið yrði birt. Aðspurð segir Steingerður að ekkert hafi frekar heyrst í þeim málum, en hún líkt og Hödd í viðtalinu, nefnir Ragnar ekki á nafn.

„Það hefur ekkert heyrst og ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá neinum öðrum og ekki manninum sem um ræðir. En ég hef fengið mikið af viðbrögðum frá konum sem hafa hringt í mig og þakkað fyrir að birta viðtalið og vilja segja mér sögu sína og þá hef ég líka fengið viðbrögð frá karlmönnum sem hafa hreinlega hringt og eru svo ánægðir með það sé að koma umfjöllun um svona hluti og þeim finnst nauðsynlegt að þessi mál séu rædd og það sé gert opinbert þegar konur hafa upplifað ofbeldi.“ 

Áskrifendur Vikunnar geta nálgast blaðið rafrænt hér á vef Birtíngs, útgáfufélags Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli“

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli“
Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni