fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Uppákoma í Gettu Betur- Leið yfir Kristjönu í beinni útsendingu – Sævar Helgi hljóp í skarðið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 21:09

Kristjana Arnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppákoma varð í beinni útsendingu á RÚV í kvöld þegar fram fór viðureign Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautarskóla Suðurlands í Gettu Betur. Um var að ræða fyrstu keppni vetrarins í sjónvarpssal og var staðan í viðureigninni, þegar komið var að bjölluspurningum, 14-10 fyrir Versló.

Stutt hlé var á keppninni á meðan verið var að fara yfir vafaatriði úr hraðaspurningunum en þá rífur spyrill keppninnar, sjónvarpskonan Kristjana Arnarsdóttir, þögnina og óskar eftir því að farið verði auglýsingahlé.

„Ég verð að fá að setjast niður. Afsakið þetta, er hægt að gera smá hlé?“ spyr Kristjana og styður sig við dómaraborðið.

Í kjölfarið var klippt í skyndi yfir í auglýsingahlé sem varði í nokkrar mínútur.

Sævar Helgi Bragason tók við sem spyrill í miðri keppni

Þegar skipt var aftur í sjónvarpssal var Kristjana á bak og brott en spurningahöfundur keppninnar, Sævar Helgi Bragason, hafði tekið hennar sess við spurningapúltið.

„Komið þið sæl aftur. Það er allt í góðu með Kristjönu, sem betur fer, það leið yfir hana en hún er í góðu yfirlæti hér baksviðs,“ sagði Sævar Helgi og tilkynnti að hann myndi hlaupa í skarðið fyrir Kristjönu sem spyrill viðureignarinnar.

Í kjölfarið hélt keppnin áfram og reyndu allir hlutaðeigandi að láta þessa óvæntu uppákomu ekki á sig fá.

Í umfjöllun RÚV um uppákomuna kemur fram að Kristjana hafi farið á slysadeild til skoðunar í öryggisskyni. Hún hafi verið að bíða eftir að röðin kæmi að henni um níuleytið í kvöld en liðið vel miðað við aðstæður.

Myndband af uppákomunni í sjónvarpssal:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur