fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir sigur Sigurðar Gunnars gegn ÍR – „Maður á ekki að þurfa að fara leynt með hlutina eftir að hafa sætt órétti“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 16:15

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti nú síðdegis í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því haustið 2020 í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar gegn ÍR, en þar var íþróttafélaginu gert að greiða körfuboltamanninum tvær milljónir auk 800 þúsunda í málskostnað vegna málsins fyrir héraðsdómi. Er ÍR til viðbótar við þá fjárhæð með dómi Landsréttar í dag gert að greiða Sigurði 600 þúsund krónur í málskostnað vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti. ÍR áfrýjaði málinu.

Forsaga málsins, líkt og DV greindi frá í nóvember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, er sú að Sigurður var fenginn til liðs við Körfuknattleikslið ÍR í október 2019. Í sínum fyrsta leik slasaðist Sigurður og hófu fyrirsvarsmenn ÍR þá að reyna að breyta samningnum við Sigurð. Þegar það tókst ekki hætti ÍR að greiða honum laun.

Sjá nánar: Dómur fallinn í máli Sigurðar Gunnars gegn ÍR – „Sigur fyrir réttindi íþróttafólks“

Tekist var á um það fyrir dómi hvort áhætta vegna meiðsla ætti að hvíla á liðinu eða á íþróttafólki sem spilar fyrir liðið. Úr því hefur nú verið skorið með skýrum hætti, en í dómnum segir:

Meiðsl þátttakenda í íþróttakappleikjum eru nokkuð tíð þótt misalvarleg séu. Má ætla að fyrirsvarsmönnum áfrýjanda, sem er íþróttafélag sem hefur greitt leikmönnum fyrir að spila kappleiki og æfa á þess vegum, sé kunnugt um þessa áhættu.

Segir jafnframt að jafnvel þó ekki hafi verið vikið að tilfellum sem þessum með skýrum hætti í samningi Sigurðar og ÍR, kemur þar fram að leikmaður sé skuldbundinn til að taka þátt í æfingum og leikjum félagsins nema „lögmæt forföll hamli.“ Þá er leikmaður skuldbundinn til að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að ná sér af veikindum eða meiðslum sem hann verður fyrir á samningstímanum.

Segir þá í dómi Landsréttar:

Ákvæði samningsins sem vísað er til verða ekki skilin á annan veg en að forföll stefnda frá æfingum og keppni vegna meiðsla þeirra sem h

ann hlaut í kappleik fyrir áfrýjanda hafi verið lögmæt. Þá leiðir einnig af samningnum að skyldur stefnda, sem óumdeilt er að var ófær um þátttöku í kappleikjum og æfingum, felast í að gera sitt besta til að ná sér með réttri endurhæfingu í samráði við fagfólk.

Var því litið þannig á að forföll Sigurðar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sínum fyrsta leik heyrðu undir „lögmæt forföll,“ eins og það er orðað í samningi hans og íþróttaliðsins og að ÍR ætti því með réttu að greiða honum þau laun sem samningurinn kvað á um.

Í samtali við RUV í ágúst 2020 sagði Guðni Fannar Carrico formaður körfuknattleiksdeildar að um „leiðindamál væri að ræða,“ en hann teldi ÍR vera að gera rétt. „Þetta verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði hann jafnframt.

Nú er hið rétta þá komið í ljós. Skúli Sveinsson lögmaður Sigurðar sagði dóm héraðsdóms vera sigur fyrir réttindi íþróttafólks. Skúli segir sigurinn nú fyrir Landsrétti sérstaklega mikilvægan í ljósi þeirra bragða sem ÍR hafi að undanförnu beitt skjólstæðing sinn. Segir hann ÍR meðal annars hafa meinað Sigurði Gunnari að mæta á viðburði „á meðan málið er í þeim farvegi sem það [var í].“

„Maður á ekki að þurfa að fara leynt með hlutina eftir að hafa sætt órétti,“ bætir Skúli við í samtali við DV.

Skúli Sveinsson lögmaður Sigurðar í málinu sagði dóminn sigur fyrir allt íþróttafólk. mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur