fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Kári gagnrýnir Eddu: „Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til að byrja með fannst mér Edda Falak vera að vinna gott verk með því að veita konum rödd. En þegar hún er að auglýsa eftir sögum er hún ekki að veita þeim rödd, heldur búa til rödd,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, í viðtali við Vísir.is.

Kári gagnrýnir það framtak Eddu Falak að auglýsa eftir frásögnum um ónefndan þjóðþekktan mann sem hafi keypt vændisþjónustu af konum í fíknivanda:

„Já. Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg.“

Hann hafnar því með öllu að vera sá maður sem Edda á við í tilkynningu sinni. Hann segir að sögusagnirnar trufli sig ekki enda viti hann hvað hann hafi gert og hvað ekki. Þær trufli hins vegar hans nánustu.

„Málið er að ég hefði getað sparað Eddu Falak ómakið, ég kann mjög margar sögur um Kára Stefánsson og fleiri en flestir. En þetta er komið á skrítinn level, að auglýsa eftir kjaftasögum,“ segir Kári ennfremur.

Hann segir að honum þyki einkennilegt að þurfa að sverja af sér viðskipti við vændiskonu, engu slíku sé til að dreifa.

Söguburðurinn um Kára varð til þess að hann sagði sig úr stjórn SÁÁ í gær ásamt samstarfskonu sinni, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, sem jafnframt hætti við framboð til formannsembættis samtakanna, en þar átti hún stuðning yfirgnæfandi meirihluta stjórnar SÁÁ vísan. Kornið sem fyllti mælinn var er Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, spurði í tölvupósti sem hann sendi á alla stjórnina hvort maðurinn í tilkynningu Eddu Falak væri Kári Stefánsson. Arnþór sagði sig í dag úr stjórn SÁÁ í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir þetta framtak sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“