Ævintýramaðurinn Chris Burkard er góður vinur Haraldar og hefur oft flogið með honum. Hann birtir yfirlýsingu frá fjölskyldu Haraldar á Instgram-síðu sinni þar sem fólki eru færðar þakkir fyrir stuðninginn síðustu daga.
„Fjölskyldan vill koma því á framfæri að þau hafa ekki gefið upp vonina og þið ættuð ekki heldur að gera það,“ segir Burkard í færslu sinni.
![](https://www.dv.is/wp-content/uploads/2022/02/Burkard-191x350.jpg)
Leit stendur yfir af í Þingvallavatni af flugvél Haraldar. Sérsveitin og kafarar fá Landhelgisgæslunni voru nú fyrir stundu að búa sig til að fara út á Þingvallavatn með lítinn fjarstýrðan kafbát til leitar í vatni. Fréttablaðið greinir frá því að leitarforritið Find My Iphone hafi verið notað miða úr staðsetningu farsíma sýndi strax í gær að sími eins þeirra sem var um borð í flugvélinni sem leitað er að væri líklega í sunnanverðu Þingvallavatni. Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.