fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún Dís hefur störf hjá RÚV að nýju – „Ég er full tilhlökkunar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 11:07

Guðrún Dís Emilsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Dís Emilsdóttir hefur að nýju hafið störf hjá RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019.

Guðrún Dís er landsmönnum að góðu kunn sem stjórnandi eins vinsælasta útvarpsþáttar landsins, Virkra morgna á Rás 2,  ásamt Andra Frey Viðarssyni og kynnir í Útsvarinu, spurningakeppni sveitafélaganna á RÚV.

Guðrún Dís verður í ýmsum verkefnum fyrir útvarp og sjónvarp. Þau Andri Freyr sameinast á ný í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 sem þau stjórna ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur.

Þá á Guðrúnu Dís eftir að bregða reglulega fyrir á skjánum og hennar fyrsta verkefni verður að vera spyrill í sérstakri útgáfu Gettu betur, léttum og skemmtilegum spurningaþætti sem hefur göngu sína í byrjun apríl og verður á dagskrá á föstudagskvöldum.

„Það leggst mjög vel í mig að byrja aftur á RÚV og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“ segir Guðrún Dís í tilkynningu frá RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur