fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Leit að flugvélinni hefst í morgunsárið – Flugmanns og þriggja ungra útlendinga leitað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 05:12

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlé var gert á leitinni að litlu flugvélinni, sem hefur verið saknað síðan í gær, um klukkan tvö í nótt að sögn RÚV. Leit hefst á nýjan leik klukkan 8. Um borð í vélinni eru íslenskur flugmaður á fimmtugsaldri og þrír útlendingar á þrítugsaldri að sögn Fréttablaðsins.

Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum í gærmorgun en skilaði sér ekki aftur samkvæmt áætlun. Síðast heyrðist frá vélinni klukkan hálf tólf.

Búið er að kalla út björgunarsveitir alls staðar af að landinu og verður fjölmennt leitarlið við störf í dag.

Fréttablaðið hefur eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að leitin sé ein sú umfangsmesta á síðari árum. Hann sagði einnig að búið væri að láta aðstandendur vita af stöðu mála.

Flugið var skipulagt sem útsýnisflug og sagði Ásgeir að farþegarnir hafi ætlað að taka myndir af náttúrunni. Vélin sem leitað er að er hvít fjögurra sæta Cessna.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að farþegarnir þrír hafi verið í hópi sem kom til landsins á mánudaginn. Þeir eru af ýmsum þjóðernum og báðum kynjum.

RÚV hefur eftir Auðunni Kristinssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, að sjónir leitarmanna hafi aðallega beinst að svæðinu við sunnanvert Þingvallavatn, Grafning, Úlfljótsvatn, Sogið, Lyngdalsheiði og nágrenni. Er þetta byggt á fyrirliggjandi upplýsingum um flugleið og þeim litlu upplýsingum sem hafa borist frá farsímum þeirra sem eru í vélinni.

Hann sagði að leit verði haldið áfram á þessu svæði í dag en leitarsvæðið verði líklega stækkað til norðurs og austurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“