fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Geiri segist hafa mætt fálæti og fordómum eftir að hann steig fram – „Ég var misnotaður þrisvar en samfélaginu var sama“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 13:30

Ásgeir Ásgeirsson, Geiri X. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari – Geiri X – lýsir erfiðum dögum sem hann hefur átt síðan hann steig fram og lýsti kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unga aldri. Skrif Geira um þessi mál voru innlegg inn í deilur um BDSM og kynfræðslu ungmenna sem geisuðu í síðustu viku. Geiri lýsti því hvernig BDSM-senan á Íslandi hefði bjargað honum andlega eftir þau áföll sem kynferðisofbeldi olli honum.

Geiri segist hafa mætt miklum fordómum í kjölfar játninga sinna og margir hafi stimplað hann sem „bdsm-pervert“. Í nýjum og mjög löngum pistli sem Geiri segir að séu lokaorð sín um þessi mál greinir hann frá því að honum hafi borist skjáskot úr lokuðum spjallhópum þar sem hann sjálfur sé að ósekju vændur um ofbeldi og sagt að hann hafi stigið fram til að forðast umfjöllun um eigið ofbeldi. Önnur skjáskot sýna að fólk hefur hæðst að honum fyrir játningar hans.

Geiri heldur því fram að konur sem lýsa ofbeldi fái margfalt meiri samúð en karlar í sömu sporum. Til marks um það ber hann saman tölfræðilega viðbrögð á samfélagsmiðlum við hans sögu og sögu konu sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Geiri skrifar:

Komum þá að mér – ég setti færslu á Twitter þar sem ég sagði frá kynferðislegu ofbeldi sem ég varð fyrir að hálfu tveggja kvenmanna og eins karlmanns á yngri árum. 5 vinir skrifuðu athugasemd og 7 settu hjörtu við. Næsta færsla vildi svo „heppilega“ til að var frá konu sem sagði frá geranda sínum sem var að gaslýsa – hún var kona og með svipaðan fjölda af fylgjendum og ég – 44 skrifuðu „ég trúi þér“ og fleira í þeim dúr í athugasemdir og 478 settu hjörtu við.
Ég, sem var misnotaður kynferðislega 13 ára gamall af konu, fékk sumsé færri „læk“, þrátt fyrir að beita öllum þeim brellum sem ég vissi að Twitter hefði til að koma mér ofarlega í sýnileika. Kona, sem sagði frá því að maðurinn sem hún hafði búið með og beitt ofbeldi, býst ég við, væri að „gaslýsa“ sig, fékk meira en ég.

Þetta eitt segir mér að eitthvað er að.

Ég sit og velti því alvarlega fyrir mér hvað hefur farið úrskeiðis hérna. Mjög alvarlega. Ég skil ekki hvernig það er jafnrétti samkvæmt femínistum að karlar séu verðminni en kynsystur þeirra. Er siðferðið orðið á sama stigi og hjá náfrændum okkar í náttúrunni þar sem þeir sterkustu, hæfustu og klókustu lifa af? Að með því að fanga alla athyglina og passa sig á að halda henni reglulega og fá aðra skoðannaglaða til að taka undir með þér að þú fáir svo mikil völd í hendur að það valdi hreinlega því að hægt sé að gengisfella til dæmis annað kynið eða hóp. Eru trans verri en aðrir? Ég styð transfólk 100% en til er fólk sem er á móti þeim og ég skil það ekki. Þau eru minnihlutahópur og ber að vernda, en ég er hreinlega farinn að halda að ég sé kominn í stærsta minnihlutahóp sem til er – að vera miðaldra sköllóttur karlmaður (sem á ekki grá jakkaföt en geng við staf) – nefnilega að vera karlmaður – þó svo að það hafi nú oftar en ekki heillað að vita hvernig ég hefði verið sem kona fyrir utan blæðingarnar sem hræða úr mér líftóruna eins og allt blóð hvort sem er.

Ef ég væri kona, væri ég sömu skoðunar? Væri ég eins eða væri ég „femínisti“? Ég efast um það – því uppeldið sem ég fékk kenndi mér jafnrétti og ekkert nema jafnrétti. Ég myndi aldrei kalla mig femínista því það felur í sér að ég styddi bara eitt kynið umfram hin, og það get ég ekki gert svo lengi sem ég er af tegundinni Homo Sapiens. Við erum nefnilega tæknilega séð ennþá öll apar en það virðist vera sem þroskastiginu hraki sumsstaðar varðandi mannasiði, kurteisi og orðfæri svo um munar og í stað þess að vera kurteist, hjálplegt samfélag sem reynir allt sitt besta til að viðhalda jafnvægi, þá erum við orðin að sjálfhverfum einstaklingum sem hugsum bara „ég, um mig, frá mér til mín“ í stað þess að hjálpa náunganum þó ekki væri nema í 5 mínútur á dag.

Lýsir hrottalegu ofbeldi konu

Geiri segir ennfremur:

„EN, aðalatriðið er að ég var misnotaður 3svar en samfélaginu var sama. Femínistum sem segjast trúa þolendum var meira en „drullsama“ og gerðu grín að mér margar hverjar. Örfáar vinkonur mínar sem eru femínistar sýndu mér þó stuðning. Ég bað þær fyirgefningar oftar en einu sinni á því að ég þyldi ekki orðið femínisti, því ég væri jafnréttissinni og orðið femínismi væri orð sem ég þyldi ekki. Mér þykir vænt um þessar vinkonur mínar þó þær kalli sig femínista, ég myndi hjálpa þeim án umhugsunar, sama hvað væri.“

Geiri lýsir síðan mjög hrottafullu ofbeldi sem hann varð fyrir af hendi konu á blindu stefnumóti. Er rétt að vara þá sem smella hér fyrir neðan til að lesa pistil hans í heild við þeim hluta frásagnarinnar, sem er ekki fyrir viðkvæma.

Í pistlinum margítrekar Geiri þá sannfæringu síðan að gera þurfi öllum kynjum jafnhátt undir höfði þegar kemur að umfjöllun um ofbeldi og því að trúa þolendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum