Matvælastofnun varar við neyslu á kóreskum perum frá Kína sem fyrirtækið Dai Phat hefur flutt inn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu stofnunarinnar.
Þá kemur fram að leifar af varnarefninu klórpyrifos hafi fundist í perunum en ólöglegt er að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöru:
Vöruheiti: Kóreskar perur
Framleiðandi: Laiwu Manhing Co Ltd, No. 8 Wangxing Road, Yangzhuang LaiWu,
Framleiðsluland: Kína
Innflytjandinn: Dai Phat Trading inc. ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Matvælastofnun bendir neytendum sem hafa keypt vörunnar á að neyta hennar ekki. Þess í stað skal farga henni eða skila henni í verslunina Dai Phat Asian Supermarket í Skeifunni.