fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Einar furðar sig á því sem lögreglan gerði í leynilegu húsleitinni – „Þetta hljómar auðvitað fáránlega“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 21:00

Einar Steingrímsson og lögreglumaður - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var á dögunum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. RÚV fjallaði um málið í vikunni en fram kemur í ákærunni að lögreglan hafi farið í leynilega húsleit heima hjá manninum í desember fyrir þremur árum síðan.

Í húsleitinni fann lögreglan lítra af amfetamínbasa og rúm 400 grömm af amfetamíni. Samkvæmt ákærunni skipti lögreglan amfetamínbasanum út fyrir annan vökva en lét 400 grömmin af amfetamíni eiga sig. Var það gert vegna rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar.

Þegar liðinn var mánuður frá leynilegu húsleitinni mætti lögreglan aftur á vettvang. Maðurinn sem gerð var húsleit hjá framvísaði þá amfetamíninu sem lögreglan hafði skilið eftir en þá voru einungis 200 grömm eftir.

Furðar sig á þessum aðgerðum

Stærðfræðingurinn Einar Steingrímsson furðar sig á þessum aðgerðum lögreglu í pistli sem birtist á Vísi í dag. „Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu,“ segir Einar í upphafi pistilsins og á þar við stríðið gegn fíkniefnum.

„Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst.“

„Þetta hljómar auðvitað fáránlega“

Einar segir kunningja sinn hafa komist vel að orði í þessum efnum. „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm,“ segir Einar að kunningi sinn hafi sagt.

Þá spyr Einar hvernig lögreglan geti látið fíkniefnin standa eftir þegar hún veit að allar líkur eru á því að þau endi hjá fólki í neyslu.

„Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda?“

Hann veltir því fyrir sér hvort lögreglan geri sér grein fyrir því að stríðið sem hún er í við fíkniefnin skipti litlu.

„Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni?“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara