fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

„Að einn morguninn hafi ég vaknað og ákveðið að nú skyldi ég koma saklausum manni í fangelsi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður, segir að nú sé enn einn dómstóllinn búinn að taka fyrir ásakanir lögmannsins Steinbergs Finnbogasonar í hennar garð, en Héraðsdómur Reykjaness kvað á föstudag upp dóm sinn í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar fyrir kynferðisbrot gegn konu á nuddstofu sinni fyrir um áratug. Um er að ræða fimmtu konuna sem Jóhannes hefur verið dæmdur sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn.

Steinbergur hefur haldið því fram, bæði í viðtölum og í störfum sínum sem verjandi Jóhannesar, að Sigrún hafi reynt að hafa áhrif á framburð brotaþola í málinu sem og að hún hafi smalað konum saman til að höfða hópmálsókn.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness segir um þetta:

„Hins vegar er ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að viðkomandi réttargæslumaður hafi með einhverjum hætti haft áhrif á það að brotaþoli lagið fram kæru í málinu og borið með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Þá verður ekki sé að frásögn brotaþola sé lituð af upplifun annarra kvenna sem kvörtuðu undan ákærða og/eða lögðu fram kæru á hendur honum. Hins vegar virðist m.a. sú staðreynd að fjallað var opinberlega um hugsanleg brot ákærða hafa gefið brotaþola þann styrk, sem hana áður skorti, til að leggja fram kæru á hendur honum.“ 

Sökuð um „brotaþolaútgerð“

Sigrún skrifar um málið á Facebook síðu sinni þar sem hún fer yfir þær ásakanir sem Steinbergur hefur gert í hennar garð og deilir þeim dómsorðum sem vitnað er til hér að ofan.

„Frá árinu 2018 hefur Steinbergur haldið því fram opinberlega og inni í hinum ýmsu dómssölum að ég hafi gerst sek um refsiverðan verknað. Að einn morguninn hafi ég vaknað og ákveðið að nú skyldi ég koma saklausum manni í fangelsi. Manni sem ég í þokkabót þekkti ekki neitt!“

Steinbergur hafi haldið því fram að Sigrún hafi fengið hátt í fjörtíu konur til að ásaka Jóhannes um brot með ráðabruggi sem hafi hafist árið 2015.

„Samkvæmt málatilbúnaði Steinbergs byrjaði þetta ráðabrugg mitt árið 2015 og frá þeim tíma hafi ég farið í virka „brotaþolaútgerð“ og „smölun“ og fengið þar hátt í fjörtíu konur til þess að ranglega ásaka/kæra saklausan mann fyrir nauðgun, sjá m.a. fréttir í kommentum hér að neðan.“

Ærumeiðandi ásakanir

Sigrún segir að svo virðist sem að Steinbergur hafi ítrekað tjáð sig um að Jóhannes, skjólstæðingur hans, léti illa að stjórn í skýrslutökum og því hafi hann verið feginn að Jóhannes kaus að tjá sig ekki í því máli sem nýlega var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Veltir Sigrún fyrir sér hvort að Steinbergur sé að saka hana um athæfi sem hann stundi sjálfur.

„Til stuðnings þessum ásökunum gegn mér hefur Steinbergur haft…ekkert! En hefur þó ekki þreyst á að leggja fram hin ýmsu (oft eldgömul) viðtöl við mig. Þessi viðtöl hefur hann sagt eiga fela í sér vísbendingar um að ég hafi óeðlileg áhrif á vitnisburð þeirra brotaþola sem til mín leita.“

Í fyrri málunum fjórum hafi bæði héraðsdómur og Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Steinbergs í hennar garð ættu ekki við rök að styðjast. Enginn dómari hafi tekið undir málatilbúnað hans heldur hafi honum þvert á móti veirð hafnað sem tilhæfulausum, enda ekki studdur neinum gögnum.

„Í fimmta málinu vissi Steinbergur því að þessu hafði öllu þegar verið hafnað og það af æðri dómstól (Landsrétti). Hann vissi að ekkert væri til í þessu og að hann hafði ekkert í höndunum nema eigin kenningar byggðar á sandi. Hann vissi einnig að útilokað væri að fallist yrði á þetta af héraðsdómi í fimmta málinu. Það stoppaði hann samt ekki í að halda áfram ærumeiðandi ásökunum í minn garð.“

Miðpunkturinn í vörn hans

Til að bæta gráu ofan á svart hafi Steinbergur svo farið fram á að Sigrún bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjaness, tveimur dögum áður en aðalmeðferð fór fram. Steinbergur hafi vitað vikum ef ekki mánuðum saman hvenær aðalmeðferð færi fram en engu að síður ákveðið að bíða fram á síðasta dag með að boða Sigrúni sem vitni.

„Miðað við það að ég virtist vera miðpunkturinn í vörn hans í málinu – og því nauðsynlegt að hans mati að ég gæfi skýrslu – þá sé ég ekki hvers vegna hann gat ekki snýst mér þá lágmarkskurteisi, að hlutast til um að ég yrði boðuð sem vitni á sama tíma og önnur vitni í málinu.“

Sigrún hafi ekki geta brugðist við kvaðningunni, enda fyrirvarinn lítill og hafði hún áður gefið skýrslu í hinum fjórum málunum.

„Þegar ég sagðist upptekin og ófær um að mæta, akkúrat á þessum tiltekna tíma, þá var látið að því liggja að ég hefði ekki viljað bera vitni. Steinbergur gerði að því er virðist æsing úr því í dómssalnum. Talaði þar um að ég hafi verið að reyna að komast hjá vitnaskyldu, þvílík og önnur eins vitleysa!

Steinbergur getur reynt að fela sig bak við skjólstæðing sinn en það er ekki skjólstæðingur hans sem stjórnar hegðun hans inni í dómssalnum eða í viðtölum. Fyrir utan það að skjólstæðingur hans hefur meira verið í því að skrifa um það opinberlega hvað ég sé kynóð og annað slíkt.“

Hversu bilað er það?

Sigrún segist vera með harðan skráp og lögmennska sé vinna hennar svo hún eigi eftir að jafna sig á málinu. En þyngra sé þó sú staðreynd að hér sé aðeins um eitt dæmi um þann veruleika sem blasir við þolendum í réttarkerfinu.

Verjendur í kynferðisbrotamálum fari eftir öðrum leikreglum en verjendur og dómarar geti verið næmir fyrir tilraunum, á borð við þær sem Steinbergur geri, til að skapa hughrif.

Brotaþolar geti svo ekki borið hendur fyrir höfuð sér þegar heilu dómsmálin fara að snúast persónur þeirra.

„Snúast um þeirra meinta illa innræti og saknæmu hegðun. Samkvæmt lögunum eru brotaþolar aðeins vitni í eign máli og mega því ekki einu sinni sitja inni í dómssalnum meðan dómsmálið fer fram og ræðurnar eru haldnar.

Það sem er sérstakt í þessu máli – og ástæða þess að við getum rætt þetta og höfum um þetta vitneskju – er sú staðreynd að brotaþoli fór fram á að þinghaldið yrði opið. Það er eina leiðin fyrir hann til að geta fylgst með eigin máli. Með því að sitja inni í salnum við hlið blaðamanna og annars almennings. Hversu bilað er það?“

Eftir standi að í máli Jóhannesar sé ánægjulegt að fimm konur hafi fengið að sjá réttlætinu fullnægt. En þær séu aðeins lítið brot af þeim mikla fjölda sem sakað hafa Jóhannes um brot.

„Eftir situr þó fjöldinn allur af konum sem margar hverjar hafa borið Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni skelfilega söguna. Það er sárt af því að vita að þær fái ekki sinn dag fyrir dómstólum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara