fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Benedikta: „Það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 11:39

Mynd úr safni Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikta Sörensen, doktorsnemi í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi, er hugsi eftir umræðu síðustu viku um kyrkingar í kynlífi og fræðslu um kyrkingar fyrir ungmenni. Hún birtir á Vísir.is í dag greinina „Af klámi, kyrkingum og kyn­fræðslu: Má læra af um­ræðunni?“

Benedikta gerir að umtalsefni hvernig tekist var í vikunni „fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi.“  Að hennar mati þurfa báðir hópar ást og stuðning, og hún segir að stóra spurningin sé hvort hægt sé að veita þessum hópum  kyn- og ofbeldisforvarnarfræðslu saman.

„Það er mikilvægt að eiga opið og heiðarlegt samtal við unglinga um kynlífið sem þau stunda, ekki það sem okkur finnst að þau ættu að stunda. Svara spurningunum sem þau hafa án þess að dæma þau eða valda þeim skömm og líka án þess að triggera þau sem eiga að baki erfiða reynslu,“ segir Benedikta.

Að hennar mati er vel hægt að eiga opið samtal um kynfræðslu án þess að ræða sérstaklega tækni. Þá veltir hún upp nokkrum spurningum: „Gæti verið að kinký unglingurinn í hópnum græði meira á að heyra stöfunum B D S og M skeytt saman en að fá kennslu í tækni? Eða gæti orðið til falskt öryggi ef unglingar telja sig kunna eitthvað sem þarf í raun mikla æfingu fyrir, eins og t.d. kyrkingar?“

Þá segir hún: „Mainstream klám, það klám sem börn og unglingar hafa aðgang að ókeypis, er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og t.d. oftast mun grófara en BDSM klám.“

Benedikta segir að íslenskir strákar horfi mikið á klám og þar fái þeir skilaboð um hvers sé ætlast til þeirra af kynlífi, og þau séu að ofbeldi og valdbeiting eigi heima í kynlífi. Stelpum hafi síðan í gegn um tíðina kennt að vera kurteisar og segja já en ekki nei, og þær eigi að vera þjónandi í kynlífi. „Samspil þessara þátta er hættulegt,“ segir hún.

„Það þýðir að sjálfsögðu ekki að stelpur geti aldrei gefið samþykki sitt fyrir kinki, fílað það og viljað. Að halda öðru fram gerir lítið úr okkur öllum. Það þýðir hins vegar að það er ekki alltaf einfalt og að það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar. Það eru líka þau sem telja það vera leið til að uppfylla sín kynjahlutverk og eru í vanda, þurfa hjálp og stuðning fullorðna fólksins í samfélaginu,“ segir Benedikta.

Greina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara