fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Fótboltakappinn Arnar Sveinn ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 10:17

Arnar Sveinn Geirsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi. Arnar Sveinn er með BS-gráðu í markaðsfræðum frá Suður-Karólínu og lauk nýlega mastersgráðu í hegðunar- og skipulagssálfræði frá London Metropolitan háskólanum. Lokaritgerðin hans fjallar um áhrif tilfinningagreindar á leiðtogahæfni.

Í tilkynningu frá SaltPay segir að Arnar Sveinn starfaði hjá Planet Payment á Íslandi á árunum 2016-2019 og sá meðal annars um markaðsmál á íslenskum markaði sem og sölu. Árið 2020 færði hann sig til Auðnast þar sem hann starfaði sem verkefnastjóri, áður en hann var svo ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi.

Arnar Sveinn fæddist á Spáni en fyrstu árin bjó hann einnig í Frakklandi og Þýskalandi þar sem faðir hans, Geir Sveinsson, var atvinnumaður í handknattleik. Arnar Sveinn hefur iðkað íþróttir allt sitt líf, æfði handbolta og fótbolta en að lokum varð fótboltinn ofan á. Hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 og er forseti Leikmannasamtaka Íslands.  Arnar Sveinn er auk þess varaformaður Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur, og stjórnarmaður í Tré lífsins. Helstu áhugamál Arnars Sveins eru hreyfing, laxveiði, fólk og vellíðan.

„SaltPay leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu og hjá fyrirtækinu er bæði starfrækt öflugt viðskiptaver þjónustufulltrúa og net sölufulltrúa víðs vegar um landið.

Frá stofnun hefur SaltPay fjárfest í félögum sem deila sömu sýn og markmiðum. Má þar nefna félög eins og Paymentology, Noona og Yoyo,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara