Hlutverk þeirra er að afla gagna um alvarleg afbrot af þessu tagi á heimsvísu. Nicholas Koumijan, sem stýrir vinnu rannsakendanna, segir að því miður bendi þær skýrslur sem borist hafa til þess að rúmlega 1.000 manns hafi verið drepnir við kringumstæður sem megi hugsanlega flokka sem stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu. Hann sagði enn sé verið að rannsaka hver eða hverjir beri ábyrgð á þessum voðaverkum.
Herinn tók völdin í Mjanmar þann 1. febrúar á síðasta ári.
Á fyrstu vikunum eftir valdaránið mótmælti fólk af krafti en síðan dró úr mótmælunum því öryggissveitir gengu hart fram gegn mótmælendum. SÞ telja að minnst 1.500 manns hafi verið drepnir af hernum síðan hann tók völdin. Mörg þúsund til viðbótar gætu hafa látist í átökum sem hafa orðið í kjölfar valdaránsins.