Söngkonan Rihanna á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum og rapparanum A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers.
Undanfarið hafa sögusagnir verið á sveimi að Rihanna sé ólétt en parið staðfesti orðróminn endanlega með því að fara á göngu um Harlem í New York. Söngkonan klæddist fallegri síðri bleikri úlpu sem var fráhneppt svo kúlan fékk að njóta sín. Hún var í ljósum gallabuxum en það voru skartgripirnir sem settu punktinn yfir i-ið.
Netverjar hafa verið að missa sig yfir myndum af parinu og rignir hamingjuóskum yfir þau.
Rihanna á einnig vinsæla snyrtivörufyrirtækið Fenty Beauty og hannar einnig undirföt undir merkinu Savage X Fenty.