Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kynferðisbrota frambjóðanda á Baráttulistanum, lista Sólveigar Önnu Jónsdóttur, til stjórnarkjörs félagsins. Daníel Örn Arnarsson, sem einnig var varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði af sér öllum trúnaðarstörfum í um helgina vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi.
Yfirlýsing Eflingar um málið er eftirfarandi:
„Stjórn Eflingar stéttarfélags hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Fram hafa komið ásakanir á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi.
Stjórn Eflingar tekur slíkar ásakanir mjög alvarlega og lýsir yfir fullum stuðningi við alla þolendur ofbeldis.“