fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Guðdómlega gott tagliatelle með risarækjum toppað með hvítvínsrjómasósu

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 30. janúar 2022 11:26

Jói Fel nýtur sín best í eldhúsinu og matargerð með ítölsku ívafi er hans uppáhalds. Hér er á ferðinni uppskrift af uppáhalds pastarétti Jóa. Mynd/Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Felixson, bakari og sælkeri með meiru, sem ávallt er kallaður Jói Fel, hefur ekki gert neitt annað frá því að hann man eftir sér en að baka og elda. Ástríða Jóa er bakstur og eldamennska og í eldhúsinu líður honum best. Á dögunum deildi hann uppskrift af sínum uppáhalds pastarétti með lesendum Fréttablaðsins, tagliatelle með risarækjum toppað með hvítvínsrjómasósu sem enginn pastaaðdáandi stenst. Hér á ferðinni guðdómlega góður pastaréttur sem gleður og umvefur á köldum vetrarkvöldum.

Tagliatelle með risarækjum toppað með hvítvínsrjómasósu

1 skalottlaukur

4 hvítlauksgeirar

1 dl hvítvín

½ l rjómi

50 g rifinn parmesanostur

Salt og pipar eftir smekk

½ kg risarækjur (afþíddar)

Spaghetti eða tagliatelle, hægt að nota hvorutveggja og bæði guðdómlega gott

Basilíka og parmesan eftir smekk

Byrjið á því að léttsvissa lauk og hvítlauk létt, setjið rækjur saman við og létt steikið. Bætið síðan hvítvíni á pönnuna og sjóðið niður um helming. Hellið síðan rjómanum saman við ásamt rifnum parmesan, kryddið til með salti og pipar. Loks er pastað soðið og sett saman við sósuna. Setjið á disk, stráið parmesan og basilíku yfir eftir smekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum