fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Ók á gangandi konu í Garðabæ og flúði af vettvangi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 08:54

Garðatorg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert hefur verið um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sé mið tekið af dagbókarfærslum hennar. Flest tengjast málin ölvun og fíkniefnaneyslu en nokkrar líkamsárásir komu til kasta lögreglu í nótt. Þannig voru tveir menn vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir að slegist innbyrðis í miðbænum og farið síðan að veitast að öðrum vegfarendum.

Skömmu síðar var tilkynnt um mann í miðbænum sem hrinti stúlku þannig að hún hrasaði aftur fyrir sig og lenti á bakinu og mann sem var kýldur í andlitið.   Árásaraðili farinn frá vettvangi.  Afskipti höfð af árásaraðila skömmu síðar og var frásögn hans á annan veg.  Hann var með  áverka og mögulega úr axlarlið.  Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.  Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um umferðarslys kl.17.23 í gær við verslanir í Garðabæ en bifreið hafði verið ekið á gangandi konu. Ökumaðurinn kvaðst eftir slysið ætla að setja bifreiðina í stæði og athuga með skemmdir en ók þá á brott og yfirgaf vettvang.  Konan fann til eymsla í mjöðm og var flutt með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.   Lögregla hefur upplýsingar um bifreiðina og er málið í rannsókn.

Þá handtók lögreglan þrjá aðila í Grafarholti um hálf fjögur í nótt sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í bifreiðum. Aðilarnir voru teknir höndum og vistaðir í fangageynslu lögreglu á meðan rannsókn stendur yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins