fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Sýndarveruleikaaðgangur að sýningu Sigurjóns slær í gegn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 18:10

Frá opnuninni við Hafnartorg. Sig­ur­jón Sig­hvats­son segir Maríu Ell­ing­sen og Christoph­er Lund frá sýningunni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 2.000 manns hafa á einni viku nýtt sér aðgang að 360 gráða sýndarveruleikaútgáfu af ljósmyndasýningu Sigurjón Sighvatssonar sem hefur hangið uppi í raunheimum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur frá opnun þann 12 desember.

„Viðbrögðin hafa glatt okkur Rollin Hunt mikið. Hann bjó til þessa leið að sýningunni sem á auðvitað sérstaklega vel við á tímum þar sem takmörk eru á því hversu margir mega koma saman,“ segir Sigurjón. „Fólk getur skoðað sýninguna í símanum eða tölvunni nákvæmlega eins og hún lítur út í rýminu við Hafnartorg. Farið mynd frá mynd og milli sala.“

Að sögn Sigurjóns hafa um eitt þúsund gestir skoðað sýninguna með berum augum frá því að hún var opnun en þetta er síðasta sýningarhelgi hennar. Þetta er yfirlitssýningu á 40 ljósmyndaverkum sem hann hefur unnið með fjölbreyttri tækni á undanförnum áratugum. Verkin eru flest hluti af stærri myndröðum sem hafa orðið til á löngum tíma.

Undanfarin 35 ár hefur aðalstarf Sigurjóns verið kvikmyndaframleiðandi auk þess sem hann hefur stofnað og stjórnað fjölda fyrirtækja, flestum tengd kvikmyndageiranum, en Sigurjón hefur um árabil líka tengst listum í margvíslegu formi. Einn angi þess hefur verið ljósmyndum og vinnsla á ljósmyndaverkum.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir þau verk sín opinberlega.

Þetta er í fyrsta skipti sem gerður hefur verið 360 gráðu sýndarveruleikaaðgangur að listsýningu á íslandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“