Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja sig frá stjórnmálaþáttöku og frá félagslegum störfum en Daníel var í framboði til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar.
Ástæðan fyrir þessum afsögnum Daníels eru ásakanir um kynferðisofbeldi en hann greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Vegna framkominna ásakanna um kynferðisofbeldi hef ég ákveðið að segja mig frá stjórnmálaþáttöku og frá félagslegum störfum,“ segir hann.
„Af virðingu við starf og baráttu Sósíalistaflokksins ætla ég að draga mig út úr borgarstjórn þar sem ég hef setið sem varaborgarfulltrúi og af virðingu við baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og aðstæðum hef ég ákveðið að segja mig úr framboði til stjórnar Eflingar.“