fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Ómótstæðilegar belgískar vöfflur með helgarkaffinu

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 29. janúar 2022 08:47

Ómótstæðilegar belgískar vöfflur sem passa fullkomlega með helgarkaffinu./LJÓSMYNDIR BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert er betra en ilmur af nýbökuðum vöfflum, ilmurinn er svo lokkandi. Hér er á ferðinni ómótstæðilega ljúffeng uppskrift af belgískum vöfflum úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar sem eru fullkomnar fyrir helgarkaffið. Þetta er frumraun Berglindar í bakstri á belgískum vöfflum og óskaði hún eftir uppskriftum í Instastory og fékk heilan helling af uppskriftum. Þessi uppskrift var sú sem heillaða Berglindi og dómnefnd hennar, fjölskylduna og nágranna. Berglind toppar vöfflurnar með jarðarberjum og bönunum, súkkulaði- og hnetusmjöri, karamellukurli og loks er það ísinn eða rjóminn sem toppar sælkeravöfflurnar.

Belgískar vöfflur

Vöffludeigið

  • 150 g smjörlíki við stofuhita
  • 120 g sykur
  • 3 egg
  • 3 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. salt
  • 380 g hveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 450 ml nýmjólk

Topping

  • So Vegan So Fine súkkulaði- og hnetumjör (eða aðrar bragðtegundir sem þið óskið ykkur)
  • Ís eða rjómi
  • Driscolls jarðarber
  • Banani
  • Hnetukurl

Aðferð

  1. Þeytið saman smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli ásamt vanilludropunum.
  3. Blandið öllum þurrefnum saman í aðra skál og bætið varlega saman við smjörblönduna.
  4. Hellið mjólkinni að lokum saman við og skafið niður og hrærið þar til slétt deig myndast.
  5. Steikið vöfflur í þar til gerðu vöfflujárni og berið fram með So Vegan So Fine súkkulaði- og heslihnetusmjöri, ís/rjóma og ávöxtum, toppið með hnetukurli ef þess er óskað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum