fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Þóra Kristín orðuð við formannsstól SÁÁ

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum Orðsins hafa liðsmenn „Stóru stjórnar“ SÁÁ verið boðaðir til fundar í byrjun næstu viku þar sem stendur til að kjósa nýjan formann SÁÁ, en fráfarandi formaður Samtakanna sagði stöðu og starfi sínu lausu í vikunni vegna hneykslismáls.

Herma hinar ýmsu heimildir DV jafnframt að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir verði næsti formaður.

Samkvæmt heimildum átti fundurinn að fara fram í dag en vegna reglna um boðunartíma stjórnarfunda var honum frestað þar til í byrjun næstu viku. Stjórn SÁÁ skipa 48 einstaklingar sem kjörnir eru á aðalfundi Samtakanna. Er sú stjórn gjarnan kölluð „Stóra stjórnin,“ en hún velur sér svo fulltrúa í framkvæmdastjórn.

Er Þóra Kristín sögð njóta trausts og ríkir trú um að henni muni takast að stilla til friðar og sigla fleyinu fram að næsta aðalfundi næsta sumar eftir umrótatíma undanfarin misseri. Sú trú er ekki síst tilkomin vegna framkomu hennar í Kastljósinu á miðvikudagskvöldið þar sem hún þótti koma vel fyrir.

Sumarið 2020 varð uppi fótur og fit innan Samtakanna þegar 57 starfsmenn settu Þórarni Tyrfingssyni stól fyrir dyr er ljóst varð að hann hygðist bjóða sig fram aftur. Sendu starfsmennirnir út tilkynningu á fjölmiðla þar sem þeir líktu stjórnarháttum Þórarins við ógnarstjórn og að starfsemi SÁÁ hefði aldrei gengið betur en eftir að Þórarinn hætti.

Svo fór á aðalfundi að Þórarinn Tyrfingsson og hans framboð tapaði stórt fyrir Einari Hermannssyni. Einar er sá sem svo sagði af sér í vikunni.

Þá greindi Stundin frá því núna í janúar að nýstofnuð eftirlitsdeild innan Sjúkratrygginga Íslands hefði sent niðurstöður innri rannsóknar sinnar til embættis héraðssaksóknara. Sögðu talsmenn Sjúkratrygginga Íslands, óvenju opinskáir, að SÍ hefði Samtökin grunuð um að hafa ofrukkað hið opinbera í gegnum SÍ um hundruð milljóna á Covid tímum með því að rukka fyrir viðtöl sem ekki fóru fram, eða fóru fram með breyttu sniði.

Þóra Kristín er í dag upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og starfar þar beint með forstjóra fyrirtækisins, Kára Stefánssyni, sem er jafnframt í stjórn SÁÁ. Þar áður var Þóra fréttastjóri á Fréttatímanum á meðan hann var og hét. Þá var Þóra einnig blaðamaður á RUV, Stöð 2 og Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna