fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Jóhannes Tryggvi fékk ár í viðbót í héraðsdómi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 28. janúar 2022 13:47

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var nú klukkan eitt dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem hann var með til meðferðar árið 2012.

Konan, Ragnhildur Eik Árnadóttir, hefur talað opinskátt um málið undanfarin misseri og barðist meðal annars fyrir því að málið yrði háð fyrir opnum dyrum í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var málið í tvígang fellt niður. Fyrst á rannsóknarstigi og svo aftur hjá héraðssaksóknara en í báðum tilfellum fékk Ragnhildur það endurvakið með kæru til Ríkissaksóknara.

Jóhannes var fyrir ári dæmdur í fimm ára fangelsi í þessum sama dómstól fyrir fjórar nauðganir. Sá dómur var þyngdur í byrjun síðasta vetrar í sex ára fangelsi.

Dóminum yfir Jóhannesi hefur þegar verið áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“