Þegar afmæli Chloe Maguire, 23 ára konu frá Birmingham, var að nálgast ákvað hún að kaupa sér grænan kjól fyrir afmælið í netversluninni Oh Polly. Þegar hún mátaði kjólinn endaði hún hins vegar í hláturskasti með vinum sínum þar sem hann hentaði vægast sagt ekki nógu vel.
Chloe sýnir í myndbandi hvers vegna kjóllinn virkaði ekki fyrir hana en myndbandið hefur vakið athygli fjölda fjölmiðla á Bretlandi, Daily Mail fjallaði til að mynda um kjólinn. Í myndbandinu sýnir hún hvernig annað brjóstið hennar dettur út úr kjólnum við minnstu hreyfingu.
„Ef ég færi í þessu út myndu ábyggilega allir fá hjartaáfall, skemmtistaðurinn myndi bara tæmast,“ segir Chloe og bætir því við að hún hafi reynt sitt allra besta til að láta brjóstið passa í kjólið. „Ég er með myndband af mér að snúa mér við í kjólnum en brjóstið datt bara bókstaflega út, kjóllinn nær ekki að halda því í skefjum. Myndbandið er ekki einu sinni 10 sekúndur að lengd en það dettur samt bara út.“
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
Í lýsingu á kjólnum á vefsíðu netverslunarinnar er það útskýrt að kjóllinn sé úr teygjanlegu gegnsæju efni og að hann sé fullkomlega aðþrengdur. „Þú verður miðpunktur athyglinnar,“ er einnig sagt um þá sem klæðast kjólnum.
Chloe segist hafa pantað fleiri hluti í netversluninni en að græni kjóllinn hafi verið uppáhaldið hennar. „Ég hugsaði með mér að ég ætti að kaupa hann í stærri stærð og þá myndi hann vera fínn og halda öllu á sínum stað, þegar hann kom svo þá var það augljóslega ekki raunin,“ segir hún.
„Ég pantaði hann í stærð 14, ég er venjulega í stærð 12, því það eru ermar á honum. Ég vildi ekki að þær væru óþæginlegar eða of þröngar og svo er ég augljóslega með stærri brjóst en flest fólk.“