fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Veitingamenn tóku til sinna ráða – Danskir bjórar ekki lengur á Happy Hour kjörum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í morgun tilkynnti Hagkaup að fyrirtækið hefði blásið af svokallaða danska daga sem fyrirhugaðir voru á næstunni, og fór þar verslunarkeðjan að fordæmi nokkurra veitingastaða í borginni. Þannig sagði Jómfrúin, sem sérhæfir sig í dönsku smurbrauði, í gær að þeir myndu bjóða matargestum upp á „einn danskan drykk að eigin vali“ í hádeginu í dag. Fyrirsögn tilkynningarinnar var einfaldlega: „Undskyld Island!“

Af lestri færslunnar Jómfrúarinnar, sem sjá má hér að neðan, má þó bersýnilega greina góðlátlegan hæðnistón, enda hefur DV ekki heimildir fyrir öðru en að þar hafi verið góð dönsk stemning í dag sem aðra daga.

Þá tilkynnti veitingastaðurinn Sport og Grill í Smáralind að hið hefðbundna Happy Hour yrði með breyttu sniði í ljósi næstu tvo daga vegna vendinga gærkvöldsins í handboltaheiminum. „Af gefnu tilefni verða Carlsberg og Tuborg EKKI á Happy Hour hjá okkur fimmtudag og föstudag,“ sögðu forsvarsmenn veitingastaðarins í tilkynningu á Facebook.

Pirringur Íslendinga út í frændur okkar á meginlandinu ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum eftir yfirgengilegt klúður Dana í leiknum í gær. Klúður sem bitnaði ekki á neinum nema okkur.

Hins vegar hefur það verið sagt um íslenska þjóð að hún fari jafn fljótt niður og hún fer upp, svo, að höfðu samráði við sérfræðinga í þjóðarpúlsnum, telur DV rétt að spá því að pirringurinn verði að mestu blásinn yfir um næstu helgi og sölutölur Carlsberg og Tuborg komnar í samt horf strax fyrstu helgina í febrúar.

Í því ljósi má jafnframt benda á að af lestri færslna veitingastaðanna má bersýnilega greina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?