fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Eldfimt innihald málsskjala Andrew prins – Vill kviðdóm og neitar sök

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 06:03

Andrés prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew prins, syni Elísabetar II Bretadrottningar, hefur verið stefnt fyrir rétt í New York af Virginia Giuffre sem segist hafa verið seld mansali af bandaríska barnaníðingnum og milljarðamæringnum Jeffrey Epstein og hafi verið neydd til kynmaka við prinsinn þegar hún var 17 ár. Samkvæmt bandarískum lögum var hún þá barn.

Lögmenn Andrew lögðu fram skjöl hjá dómstólnum í New York í gær þar sem þeir svara ásökunum Giuffre. Hún segist hafa verið neydd til kynmaka við prinsinn í Lundúnum, á heimili Epstein í New York og Bandarísku jómfrúareyjum.

Hún hefur stefnt Andrew fyrir rétt og krefst bóta fyrir það tjón sem hann hafi valdið henni. Mirror segir að bandarískir lögmenn telji að hún geti fengið um 14 milljónir punda í bætur ef dómstóllinn fellst á stefnu hana.

Mirror segir að málið verði tekið fyrir dóm síðar á árinu og segir að í þeim skjölum sem lögmenn Andrew lögðu fram í gær komi nokkur eldfim atriði fram.

Meðal annars neitar Andrew sök og hann neitar að hafa verið náinn vinur Epstein. Hann játar að hafa þekkt Epstein en hafi hvorki verið náinn vinur hans né Ghislaine Maxwell, samverkakonu Epstein. Maxwell var nýlega fundin sek um mansal og fleira en hún sá um að útvega Epstein barnungar stúlkur. Hún á allt að 65 ára fangelsi yfir höfði sér.

Virginia Roberts Giuffre

Andrew segir það ekki vera satt að hann hafi verið „tíður gestur“ á heimilum Epstein víða um heiminn.

Hann neitar ásökunum Giuffre um að hann hafi beitt hana „kynferðislegu ofbeldi“ og „nauðgað“ þegar hún „var yngri en 18 ára.“ Í greinargerð lögmanna hans segir að að telja megi, án þess að sök sé játuð, að ef Giuffre hafi orðið fyrir einhverjum miska eða tjóni þá hafi aðrir, ekki prins Andrew, átt sök á því, að hluta eða öllu leyti. Þar á meðal hún sjálf.

Lögmennirnir fara fram á að kviðdómur dæmi í málinu.

Næstu skref eru þau að málsaðilar hafa frest til 13. maí til að skila inn upplýsingum um þá sérfræðinga sem þeir vilja kalla fyrir dóm. Fyrir 15. júlí verða málsaðilar að hafa skilað inn gögnum um nýjar upplýsingar í málinu, þar á meðal um framburð eiðsvarinna vitna. Dómari málsins, Lewis Kaplan, hefur gefið í skyn að málið verði í fyrsta lagi tekið fyrir í september en ekki síðar en fyrir árslok.

Andrew fer fram á að málinu verði vísað frá því Giuffre búi í Ástralíu og því eigi hún engan rétt á að höfða mál í Bandaríkjunum þar sem hvorki hún né Andrew séu búsett þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn