Íslenska karlalandsliðið í handbolta stóð sig stórkostlega í leik sínum gegn Svartfjallalandi en um var að ræða síðasta leik liðsins í milliriðli Evrópumótsins. Ísland var yfir allan leikinn og sigraði örugglega,
Íslenska liðið fékk góðan liðstyrk fyrir leikinn en þrír leikmenn liðsins losnuðu úr einangrun í dag, þeir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Aron hóf leikinn með því að skora fyrstu tvö leiksins en skömmu síðar fór hann meiddur út af. Ekki er víst hvað amar að en Aron fór ekki aftur inn á í fyrri hálfleiknum.
Frábær byrjun hjá Strákunum okkar – „Hvað kom fyrir Aron?“
Þeir Bjarki og Elvar voru greinilega ánægðir með að vera lausir úr einangruninni því þeir spiluðu gríðarlega vel í leiknum.
Eins og undanfarna leiki stóð Viktor Gísli Hallgrímsson sig ákaflega vel í leiknum. Íslensku stuðningsmennirnir í Ungverjalandi sungu nafnið hans hátt og snjallt í hvert skipti sem hann varði og var nafnið hans nánast sungið allan tímann, svo mikið varði hann.
Eins og alltaf voru fjölmargir Íslendingar límdir við samfélagsmiðilinn Twitter á meðan á leiknum stóð og birtu þar hverja einustu hugsun sem kom upp á meðan Ísland valtaði yfir Svartfjallaland.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem þjóðin hafði að segja um leikinn á Twitter:
Fer inn í þetta með engar væntingar. Aðrar en gull á mótinu. #emruv
— Fanney Birna (@fanneybj) January 26, 2022
Leggjum Háskóla Íslands niður – hér í Stúdentakjallaranum hélt fólk áfram að tala yfir íslenska þjóðsönginn!
— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) January 26, 2022
við byrjum leikinn að það er engin skipting í vörn og sókn. Hvenær gerðist það eiginlega síðast? #emruv
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 26, 2022
Og við erum bara búin að vera án eins besta leikmann heims í milliriðlinum😅 værum örugglega pottþett í undanúrslitum með Aron heilan allan tímann.
— Steingrímur Gulllax (@Arason_) January 26, 2022
Þeir eru svo sætir og flottir 😭❤️
— Audi (@audurkjerulf) January 26, 2022
Munum bara að við þurfum ekki að skora mikið ef þeir skora ekkert mark í leiknum
— Stígur Helgason (@Stigurh) January 26, 2022
Mig dreymdi í nótt að Ísland væri með 5 leikfæra menn og Guðmundur fór sjálfur í markið. Staðan var 3-15 Svartfellingum í vil þegar ég vaknaði frá þessari martröð.
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) January 26, 2022
sjálfur hef ég aldrei kallað víti í handbolta annað en „seven meter penalty“
— Atli Fannar (@atlifannar) January 26, 2022
Aron Pálmars að taka Paul Pierce í úrslitaseríunni vs Lakers 2008 á þetta.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) January 26, 2022
Viktor er í blússandi gír! #emruv
— Brynhildar saga Valkyrju (@BrynhildurYrsa) January 26, 2022
KINGtor Gísli
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Djöfull ver kvikindið
— dóri Sævarsson (@halldoringi) January 26, 2022
Sleppum nú bara helvítis slæma kaflanum og vinnum þetta svona 28-6! Þvílík byrjun!
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 26, 2022
Ágætis byrjun.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
Horfa á leikinn með mömmu 👍 ættfræðin á hreinu
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) January 26, 2022
Bjarki Már er víst mjög fjarskyldur frændi minn
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) January 26, 2022
Nú má ekki gera eins og í Króataleiknum. Hamra járnið og senda þá vondaufa inn í hálfleikinn. #killingInstinct
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) January 26, 2022
And-1 reglan ætti að vera í handbolta. Skorar þegar brotið er á þér, færð víti og séns á 2 mörkum.
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) January 26, 2022
Mér líst ekkert á að Aron hafi plantað sér fjærst skiptisvæðinu á varamannabekknum.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
Djöfull erum við ógeðslega góðir! 🇮🇸 #emruv
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) January 26, 2022
Ef við myndum setja fótbolta menn inná handboltavöll og þeir þyrftu að þola þessi átök. Miðað við hvernig þeir láta á fótboltavellinum, myndi þeir ekki bara deyja við fyrstu snertingu frá 110 kg varnartrölli#emruv
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 26, 2022
Það hefur nátturulega aldrei neitt lið í sögu íþrótta unnið kappleik í þessum græna lit
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Cue allir í hálfleik á Íslendingabók að tékka hvort Viktor Gísli sé fjarskyldur frændi þeirra
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
#leikurinn pic.twitter.com/LOr0czjwQT
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 26, 2022
Elska þegar það er skorað í tóm mörk (nema það væri okkar mark)
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) January 26, 2022
ég er bjarki í dag pic.twitter.com/XDVLFaK1RJ
— Tómas (@tommisteindors) January 26, 2022
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Aldrei verið jafn hræddur á ævi minni og þegar ég heyrði Svartfellingana GÓLA í leikhléinu
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Vá Ísland að rústa
— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) January 26, 2022
Svartfellingar eru bara að krulla boltann innanvert framhjá fjærstönginni af línunni. Var það King Gaupi sem stóð fyrir því að hypea þetta lið svona? Þeir geta auðvitað ekkert!
— Jói Skúli (@joiskuli10) January 26, 2022
Stoðsendingavélin úr Pizzabæ #270 #emruv pic.twitter.com/m6I5D4klez
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) January 26, 2022
Hvað kom fyrir Aron? Ég sá ekki
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 26, 2022
Það hafa margir verið að spyrja mig. Hver er þessi Bjarni Ófeigur. Svarið er einfalt. Þetta er Bjarni Ófeigur. Einar. pic.twitter.com/lPm4zOlscW
— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) January 26, 2022
Hvaða hvaða, í gamla daga hefðu menn nú verið ánægðir með níu mörk. pic.twitter.com/5B0my4t6Bl
— Arnar (@ArnarVA) January 26, 2022
Nú eru allir Svarfellingar búnir að slökkva á tölvunum sínum og símum og farnir í sólbað með einn kaldan.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 26, 2022
Þessi svartfjallalenski markmađur á ekki rođ í Íslenska skrímsliđ #emruv
— Egle sip (@EgleSip) January 26, 2022
Er það bara okkar kennari eða eru allir með kennara sem er að horfa á Ísland v Svartfjalland í staðinn fyrir að vera kenna okkur? #Iceland #school #teacher
— Broskallinn (@broskallinn) January 26, 2022
Þjóðarstolt Íslendinga þegar við erum að keppa á stórmótum er svo mikið að margir skólar gefa frí þegar það er leikur og ég elska það
— Sóldís (@soldisbirta1) January 26, 2022
Er rétt munað hjá mér ef við vinnum með 25 mörkum þá erum við sjálfkrafa orðnir Evrópumeistarar?
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 26, 2022
Viktor Gísli Calendar. Out NOW! #emruv pic.twitter.com/Q6F5ZPMJ8n
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 26, 2022
Loga út til Einars að lýsa ef Danir drullast til að vinna Frakka, allar hendur á dekk #emruv
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) January 26, 2022
Ég er Bjarki pic.twitter.com/1HA5tFXOor
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) January 26, 2022
I present to you – Icelandic handball. The sexiest of all games. https://t.co/2jmnvL5Cyf
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) January 26, 2022
Held að Þráinn sé svona gaur sem er drullusama hvort hann sé að spila gegn Afturelding-B eða Mikkel Hansen. Geggjaður leikmaður. #emruv
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 26, 2022
Gummi, hvíldu Ómar!!!!!!
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) January 26, 2022
Bjarki Már er Mikkel Hansen kúgaða fólksins
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Gamer í marki svartfjallalandsins
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 26, 2022
Við þurfum einhverja nýstárlega leið til að taka hornamann úr umferð.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 26, 2022
Ekkert rugl strákar!
— Mikael Rivera (@mikaelrivera) January 26, 2022
Hvað ætli Ómar Ingi hafi fengið sér að borða fyrir leik??? Hann er með óstöðvandi orku #emruv
— Helga María (@HelgaMaria7) January 26, 2022
ERUM VIÐ AÐ FARA AÐ VINNA MÓTIÐ?!?
— Steingrímur Gulllax (@Arason_) January 18, 2022
Þrususigur hjá okkar mönnum í dag! Þið eruð magnaðir strákar, þvílíkur hressleiki, úthald og baráttuandi. Áfram Ísland!
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) January 26, 2022