Leikur Íslands og Svartfjallalands í milliriðli Evrópumótsins í handbolta hófst klukkan 14:30 í dag. Ísland fékk góðan styrk fyrir leikinn en þrír leikmenn liðsins losnuðu úr einangrun í dag, þeir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson.
Aron þakkaði veirunni fyrir að drífa sig í burt með því að skora fyrsta mark leiksins en skömmu síðar fór hann meiddur út af. Ekki er víst hvað amar að en Aron fór ekki aftur inn á í fyrri hálfleiknum.
Hvað kom fyrir Aron? Ég sá ekki
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 26, 2022
Viktor Gísli stóð sig eins og hetja í hálfleiknum og varði hvert skotið á fætur öðru, það er að segja þau fáu skot sem íslenska vörnin hleypti framhjá sér.
KINGtor Gísli
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 26, 2022
Staðan í hálfleik: 8 – 17 fyrir Íslandi.
Ísland verður að vinna leikinn til þess að komast áfram úr milliriðlinum og er þetta því algjör draumabyrjun. Síðan þurfum við að halda með Danmörku í leik þeirra gegn Frakklandi síðar í dag því við þurfum á sigri nágranna okkar að halda til að komast upp úr riðlinum.