fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Nei Willum, nei Katrín, nei Bjarni – Þið fáið engin prik fyrir sjálfsagðar afléttingar

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin boðaði breytingar á gangi sóttkvíar á Íslandi í gær og tóku þær reglur gildi nýliðna nótt. Nú er útlit fyrir að skólastarf verði fyrir minna raski en áður og er það vel. Í fyrsta skipti í dag lítur út fyrir að ríkisstjórnin ætli að standa af alvöru við þau orð að ætla að halda skólakerfinu gangandi í gegnum faraldurinn.

Það sem veldur meiri áhyggjum er afléttingartreginn sem þessi sama ríkisstjórn gerir sig sek um hvað aðrar takmarkanir í samfélaginu varðar. Að lofa þjóðinni afléttingaráætlun á föstudaginn er of lítið og of seint. Einhverjar hörðustu takmarkanir Íslandssögunnar voru lagðar á þjóðina fyrir 12 dögum síðan. Þær reyndust ekki hafa nein áhrif og hefur smitum bara fjölgað síðan. Þá hefur ríkið haldi úti einhverjum hörðustu landamæratakmörkunum Evrópu, þrátt fyrir að nýgengi innanlandssmita sé í dag fjórtán sinnum hærra en sama tölfræði á landamærunum. Landamæraaðgerðir eru í dag orðnar, með öllu, óverjandi, nema þá að ætlunin sé að vernda íslenska Covid stofninn fyrir þeim útlenda.

Sú stórundarlega og eitraða staða er þá jafnframt uppi í samfélaginu að í pólitískri umræðu virðist sönnunarbyrðin nú frekar hvíla á þeim sem vilja aflétta en þeim sem vilja halda í eða herða. Virðist raunin ekki lengur vera sú að sanna þurfi þörfina fyrir að takmarka rétt fólks til þess að fara út fyrir eigin dyr á eigin húsi, hitta vini, stunda nám, mótmæla. Þess heldur þarf að „afla gagna“ og „bíða og sjá“ hvort að þau skilyrði séu fyrir hendi að færa samfélagið aftur í samt horf.

Nágrannalönd okkar tilkynna nú afléttingar hvert af öðru. Bretar, Írar, Svíar. Nú er búist við að Danir verði næstir í röðinni, en forsætisráðherra frændsystkina okkar hélt blaðamannafund þess efnis fyrr í dag. Óljóst er hvers vegna þær þjóðir treysta sér í þann slag nú en Íslendingar ekki. Tvær skýringar koma til greina. Annað hvort eru þessar þjóðir einfaldlega betri en við í að „afla gagna“ og „bíða og sjá,“ eða að heilbrigðiskerfið í þeim löndum þolir 0.2% innlagnartíðni, en ekki okkar.

Engum blöðum er um það að flétta að tilgangslausar takmarkanir síðustu tólf daga hafa kostað milljarða. Ljóst er að enginn mun þurfa að svara fyrir það fjáraustur, enda ekki pólitísk hefð fyrir því að láta pólitíkusa bera pólitíska ábyrgð á Íslandi. Við eftirlátum öðrum þjóðum slíkt vesen.

Hins vegar er hætt við að þessir sömu pólitíkusar og fólu sérfræðingum að taka rangar ákvarðanir fyrir hálfum mánuði ætli nú að baða sig í dýrð afléttinga. Það má alls ekki gerast.

Þau sjálfsögðu réttindi sem tekin voru af okkur í nafni sóttvarna eru okkar. Rétt eins og þjófur fær ekki lof fyrir að skila þýfi eða brennuvargur fyrir slökkvistarf verður ekkert lof, ekkert hrós, ekkert klapp á bakið í boði fyrir pólitíkusa sem skila þessum sömu réttindum þangað sem þau eiga heima.

Þeim pólitíkusum sem reyna að mála sig upp sem frelsishetjur nú á komandi dögum og vikum verður refsað. Almenningur mun sjá í gegnum slíkt lýðskrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Hið ljúfa þrælahald

Steinunn Ólína skrifar: Hið ljúfa þrælahald
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um traust og leiðsögn kjósenda

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um traust og leiðsögn kjósenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Jón Sigurður skrifar: Gerum Ísland vinsælt á ný!

Jón Sigurður skrifar: Gerum Ísland vinsælt á ný!
EyjanFastir pennar
20.07.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Ferðaþjónustan á Íslandi er útlensk

Sigmundur Ernir skrifar: Ferðaþjónustan á Íslandi er útlensk
EyjanFastir pennar
20.07.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór