Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að hjá þremur hafi verð hækkað umfram niðurstöður verðkönnunar ASÍ frá því um mánaðamótin september-október á síðasta ári. Bónus var ekki með í könnuninni því mikil fylgni er á milli vöruverðs í Bónus og Krónunni. Í flestum tilfellum er verðið einni krónu hærra í Krónunni en í Bónus.
Svo virðist sem verðhækkanir vegna heimsfaraldursins séu nú að skila sér af fullum þunga út í verðlagið og ekki er útséð með að þeim sé lokið.
Veritabus kannaði einnig verð á vörukörfu með 45 vörum sem endurspegla helgarinnkaup fjögurra manna fjölskyldu. Meðalverð hennar er nú 24 þúsund. Frá því um mánaðamótin september-október voru verðbreytingarnar -2 til +18% en vísitala neysluverðs hækkaði um 2,3% á sama tíma en janúarmælingar eru ekki komnar inn í hana.