Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Í upphafi nýrrar viku er ekkert betra en ljúffengur fiskur sem bragð er af. Hér er á ferðinni uppskrift af dásamlegum fiskrétti úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og ævintýrabloggara hjá Gotterí og gersemar, sem er í senn einfaldur og bragðgóður.
„Þessi fiskréttur sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið,“segir Berglind bættir við að þetta sé fiskréttur sem slær ekki síður í gegn hjá yngri kynslóðinni eins og þeirri eldri.
Fiskur í ofni með rjómasósu
Fyrir 4-6
900 g þorskur
1 stykki rauð paprika
½ blaðlaukur
1 stykki mexíkó kryddostur
500 ml rjómi
Rifinn pizzaostur eftir smekk
Salt og pipar
Ólífuolía til steikingar