Þrátt fyrir að mörgum þyki nóg að vera með sjónvarpið í gangi þegar leikur sem þessi er í gangi þá eru fjölmargir Íslendingar sem finna sig knúna til að tjá sig í gríð og erg um leikinn í beinni á Twitter. Umræðurnar þar eru oftar en ekki ansi fjörlegar og jafnvel á tímum líka fyndnar.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja um leikinn á meðan honum stóð og eftir leikinn. Það var mikil baráttugleði og jafnvel smá hroki í landsmönnum á fyrstu mínútum leiksins og alveg fram í hálfleik.
Þegar seinni hálfleikurinn tók við og Króatar komust í fjögurra og fimm marka forystu mátti sjá stressið skína í gegnum færslurnar á Twitter.
Undir lokin var það aðallega spennan sem tók við þar sem leikurinn var gríðarlega jafn síðustu mínúturnar.
Mér líður eins og ég sé mamma þeirra allra #emruv
— Heiða Björg (@heidabjorg) January 24, 2022
Ok ég veit að við eigum ekki að fagna mörkum Króata en SÁUÐI HVAÐ ÞETTA VAR TÖFF AFTANSKOT
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 24, 2022
Rúlletta og leikurinn í gangi, allir með pening undir báðu pic.twitter.com/WXLlCG93fj
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 24, 2022
Það þarf að kemba vörnina vel svo að Lucin nái ekki í gegn #emruv2022
— Hafþór Óli (@HaffiO) January 24, 2022
Ég veit ekki hver þu ert Darri en ég elska þig
— Steingrímur Gulllax (@Arason_) January 24, 2022
Er ég sú eina sem finnst Ýmir Örn alveg eins og Bragi Valdimar? pic.twitter.com/dC2rKoZsnz
— Sóldís (@soldisbirta1) January 24, 2022
Ef hann má ekki taka boltan hvernig á hann þá að taka boltan þetta er stúbit
— Fen Hyrrokkin (@skolledla) January 24, 2022
Hlutir sem ég vissi ekki um handbolta:
-Bannað að rífa af.
— Sigurður O. (@SiggiOrr) January 24, 2022
Króatarnir líta allir út fyrir að vera yfir fertugt og Íslendingarnir lita út fyrir að vera í útskriftarferð úr menntó
— 🔆Heiðdís🔆 (@BirtaHei) January 24, 2022
Þvílík markvarsla í þessum leik! Þetta eru svona old school 80s tölur þegar handboltinn var smá hægari leikur. #verbúðin
— Birna Anna (@birnaanna) January 24, 2022
Leikur vítanna #emrúv
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) January 24, 2022
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) January 24, 2022
Eina leiðin fyrir Króata virðist vera að fiska víti – hvað er langt síðan þeir skoruðu úr sókn? #emruv
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) January 24, 2022
Handbolta-VAR er áhugavert fyrirbæri#emrúv
— Halldór Marteins (@halldorm) January 24, 2022
Króatar geta bara skorað úr vítum. #emruv
— fjalurson (@fjalurson) January 24, 2022
Ég var að fatta strategíu Króata. Þeir ætla að skora öll sín mörk í vítaköstum.
— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) January 24, 2022
Það er rosalega gaman að hrífast með landsliðum. Eins fáránlegt og "þjóðernisstolt" er sem pæling þá er þetta svo ógeðslega gaman.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 24, 2022
Erum að borða Króatana, á þessum bordúkum á búningunum þeirra. #emruv
— Brynhildar saga Valkyrju (@BrynhildurYrsa) January 24, 2022
Við erum ekki að fá víti sem þeir fá víti fyrir. Rifið ykkur í gang dómarar
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 24, 2022
er að gera minn part með þvi að kalla alla sem eru að versla á meðan leikurinn er í gangi föðurlandssvikara
— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 24, 2022
Brútal vörn hjá Króötum. Komast upp með að lemja á strákunum okkar. Og svo fá okkar menn endalaust dæmt á sig víti.
— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) January 24, 2022
Fokk hvað þetta er erfitt. Ógeðslega mikið ströggl. Mætir þeim bara Króata VEGGUR. En aaameeen hvað okkar menn eru ótrúlega góðir í að leysa það! #emruv
— Fanney Birna (@fanneybj) January 24, 2022
Lucin að leika okkur grátt. Hvað næst? Njálgurinn? #emrúv
— Brynhildar saga Valkyrju (@BrynhildurYrsa) January 24, 2022
Þetta er handbolti + víti pic.twitter.com/TAJWV40GI7
— Edda Falak (@eddafalak) January 24, 2022
Nei í alvöru hvað þarf til að fá víti á Króata? #emruv
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) January 24, 2022
Íllt í lófanum eftir ađ hafa bariđ fast međ hnefanum því þetta var fokking ruđningur og ekkert annađ! Er þetta ekki kennt í þyska dómaraskólanum? #EM
— Egle sip (@EgleSip) January 24, 2022
Ugla handboltabulla er einn helsti stuðningsköttur strákanna 🐈🏐🇮🇸 #emruv pic.twitter.com/Xt7xMvIBXz
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) January 24, 2022
Guðmundur, ef þú ert að lesa þetta þá þurfum við að setjann oftar framhjá markverðinum þeirra, og svo er það Lúsin, kannski senda póst á foreldra #emruv
— Heiðar á röngunni (@heidarkness) January 24, 2022
Fokkk
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) January 24, 2022
Eitt hras til eða frá skiptir ekki öllu. Fámennið aðeins að leika okkur grátt og það eðlilega. En þessir guttar hafa unnið fyrir því að við eigum samt séns á undanúrslitum. We go again á miðvikudaginn. Treystum bara á smá hjálp frá danska dínamítinu.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2022
jæja þá hefur maður alls ekki andlega heilsu í síðustu tíu mínúturnar #emruv
— Eva Ben (@evaben91) January 24, 2022
https://twitter.com/birnaadis/status/1485641491947167745?s=20
Sigvaldi bestur í heimi að hoppa og skora
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) January 24, 2022
Er að fá enn eitt hjartaáfallið í boði handboltalandsliðsins #emruv
— Þóra Tómasdóttir (@thoratomas) January 24, 2022
Ertu ekki að FOKKING GRÍNAST KOMA SVOOOO
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) January 24, 2022
Er mikilvægur íþróttaleikur í gangi núna?
Bara að pæla hvort ég eigi að sitja róleg yfir hrópum nágrannans eða hringja á lögregluna…
— Þóra Sif Guðmunds 🌙 (@bokabeus) January 24, 2022
Börnin mín alin upp frá ungviðisaldri að hræðast ekki íþróttaöskur, en nú á ég hvolp. Fyrirgefðu Joe minn, engin hætta á ferðum! 🐶🥺 (áfram Ísland! 😭🇮🇸)
— Birna Anna (@birnaanna) January 24, 2022
guð minn góður ég er að fara æla
— vala (@valasaskia) January 24, 2022
Mér er í alvöru óglatt pic.twitter.com/Scf0FfoQeR
— Gummi Ben (@GummiBen) January 24, 2022
HALTU KJAFTIII
— vala (@valasaskia) January 24, 2022
heyrðu þessi elvar kann að þrusa
— Tómas (@tommisteindors) January 24, 2022
Ætli ég lifi næstu 4 mínúturnar af? #emruv
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) January 24, 2022
Allir í sóttkví í sitthvoru herberginu í húsinu en heyrist í öllum öskra, gráta og hlæja yfir leiknum #emruv
— Ísabella “Icy” Sól (@isabellasol5) January 24, 2022
Hvernig er það, eruð þið hin bara vinnufær meðan það er svona leikur í gangi? #emruv
— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) January 24, 2022
HÆTTIÐI AÐ BRJÓTA Á OKKUR ÞAÐ MÁ EKKI
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 24, 2022
Ætli ég lifi næstu 4 mínúturnar af? #emruv
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) January 24, 2022
jæja danir ekki svíkja okkur núna eins og ykkur einum er lagið
— kate the skate (@katagla) January 24, 2022
er grenjandi yfir handboltaleik
— snædís baldurs💋 (@mfsnaeja) January 24, 2022
Djöfuls ælandi viðbjóður
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) January 24, 2022
ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
— Stígur Helgason (@Stigurh) January 24, 2022
Fundum engar lausnir gegn Kóratíu í dag. Vorum lengi að bergðast við sóknarlega og í hlupum á vegg. Auðvitað vantaði mikið í okkar lið en áttum og eigum að gera betur. Nú er það næsti leikur gegn Svartfjallalandi sem verður að vinnast. Úrslitaleikur. Miði er möguleiki.Eina
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 24, 2022
Góðan dag er hægt að fara í mál við dómara í leik sem ég spilaði ekki?
— Júlía Oddsdóttir (@juliaodds) January 24, 2022
Taugarnar mínar geta ekki meira #emruv
— Ólöf Tara (@OlofTara) January 24, 2022
Ekki hægt að tala illa um þetta lið! #ÁframÍsland
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 24, 2022
Virkilega vel gert hjá þessu unga liði, ekkert smá að spila á EM #takk #emruv
— Heiða Björg (@heidabjorg) January 24, 2022