„eitt skal ég segja þér og það er að ég og mínir félagar sem eru nú flestir búnir að sitja í fangelsi fyrir morð og ýmislegt ljótt við vitum hver þú ert og við vitum líka um hestana þína svo þú ættir að hugsa þig aðeins um hvað þú ert að gera gömlum manni“
Ofangreinda hótun fékk vitni í sakamáli í Messenger-skilaboðum. Skilaboðin voru send 20. ágúst árið 2020. Hótanirnar viðhafði maðurinn vegna kæru þess sem fékk hótanirnar á vin þess sem hótaði.
Maðurinn sem gerðist sekur um þessa hótun var ekki viðstaddur réttarhöldin og var að sér fjarstöddum dæmdur í 60 daga fangelsi sem er ekki skilorðsbundið.
Við ákvörðun refsingar skipti sakaferill ákærða máli sem hann var sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2017.