fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:00

Afbrigðið gerir að verkum að fólk er stöðugt svangt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri sænskri rannsókn kemur fram að vísindamennirnir, sem framkvæmdu rannsóknina, hafi fundið sérstakt genaafbrigði sem veitir vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Þessi uppgötvun er mikilvægt skref í átt að skilningi á af hverju sumir veikjast af völdum veirunnar en aðrir fá bara væg einkenni.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Hugo Zeberg, hjá Karólínskustofnuninni í Svíþjóð, að með þessari uppgötvun verði vinna við þróun lyfja gegn veirunni markvissari. Hann vildi ekki kalla þetta „tímamótauppgötvun“ en sagði niðurstöðuna vera mjög mikilvæga.

Rannsóknin byggir á uppgötvun frá því í árslok 2020 en þá komust vísindamenn að því að ákveðinn hluti af erfðaefninu okkar gerir að verkum að 20% minni líkur eru á að fólk veikist alvarlega af völdum COVID-19. Þá tókst vísindamönnum ekki að finna út úr hvaða gen gerir þetta að verkum en nú hefur sænska rannsóknin varpað ljósi á það.

Þetta genaafbrigði, sem vísindamennirnir fundu, nefnist rs10774671-G. Zeberg sagði að þetta væri gen sem kóði fyrir prótín sem nefnist OAS1 og stýri kerfi sem brjóti RNA-veirur niður en SARS-CoV-2 (veiran sem veldur COVID-19) er RNA-veira. Þetta gen veitir einnig vernd gegn öðrum RNA-veirum, til dæmis lifrarbólgu C. Þetta er afbrigði sem má rekja til Neanderdalsmanna og er enn að finna í sumum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Nature Genetics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum