fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 06:04

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar hefur náð góðri fótfestu í Danmörku og fleiri ríkjum. En er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu nýja afbrigði? Afbrigðið hefur fengið heitið BA.2.

Eins og staðan er núna virðist ekki vera tilefni til að hafa meiri áhyggjur af því en upphaflega afbrigði Ómíkron, sem heitir BA.1, eftir því sem segir í umfjöllun Sky News. Fram kemur að sérfræðingar telji að bóluefni virki vel gegn þessu afbrigði og að það leiði ekki til meiri og alvarlegri veikinda en BA.1 afbrigðið. En það er ekki útilokað að þetta afbrigði sé enn meira smitandi en BA.1.

Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að afbrigðið sé til rannsóknar en enn sé ekki mikið um smit af þess völdum á Bretlandseyjum. Í Danmörku er BA.2 nú á bak við um helming daglegra smita af völdum kórónuveirunnar. Þar hefur engin munur sést á fjölda sjúkrahúsinnlagna hjá þeim sem smitast annars vegar af BA.1 og hins vegar af BA.2. Danskir embættismenn segja að ekki sé að sjá annað en að bóluefni virki gegn BA.2. En sá fyrirvari er settur við þetta að þörf sé á ítarlegri gögnum um afbrigðið og þá sérstaklega hvort það sé enn meira smitandi en BA.1.

Anders Fomsgaard, yfirlæknir hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, sagði í samtali við TV2 að frá því að Ómíkron barst til Danmerkur í desember hafi smittölurnar bara farið í eina átt, upp á við. Í gær greindust rúmlega 42.000 smit og á föstudaginn voru þau um 46.000. Nýjustu spár heilbrigðisyfirvalda gera ráð fyrir að fjöldi daglegra smita geti verið kominn upp í um 60.000 í lok janúar.

Danskir sérfræðingar hafa síðustu daga rætt um að hugsanlega náist hjarðónæmi í Danmörku innan nokkurra vikna vegna mikillar útbreiðslu Ómíkron en Fomsgaard sagði að þetta hjarðónæmi geti nú verið í hættu vegna BA.2. „Það er mögulegt að smitast af BA.1 fyrst og þá er maður ekki ónæmur fyrir smiti af völdum BA.2,“ sagði hann í morgunþætti TV2, Go morgen Danmark, og benti á að dæmi um þetta hafi sést í Noregi, þar sem BA.2 hefur sótt í sig veðrið. Hann sagði að ef það sama gerist í Danmörku verði fólk að undirbúa sig undir að faraldurinn muni rísa á nýjan leik og ná toppnum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 5 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 5 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt