fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Runólfur segir tímabært að leggja fram aðgerðaáætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:40

Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir tímabært að leggja fram aðgerðaáætlun um afléttingar sóttvarnaaðgerða en einnig þurfi að finna brotalamir innan kerfisins og lagfæra þær svo Landspítalinn standi það af sér að öllum takmörkunum verði aflétt.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Runólfi að hann telji að á Covid-göngudeildinni verði að draga úr þjónustu við þá sem finna ekki fyrir neinum veikindum svo hægt sé að beina sjónunum að þeim sem eru veikastir.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann telji að forsendur núgildandi sóttvarnaregla séu brostnar. „Við verðum alltaf að taka það alvarlega þegar við þrengjum að frelsi fólks. Ef rökin sem við notuðum til þess halda ekki lengur verðum við að bregðast við,“ er haft eftir honum.

Í gær birtu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, grein á vef Vísis þar sem þau sögðu að afléttingar á sóttvarnaaðgerðum væru framundan. Runólfur sagði að sér lítist ágætlega á stöðuna og sé sammála því sem komi fram í grein Willums og Guðlaugar.

Hann sagði stærstan vandan vera veikindi starfsfólks Landspítalans og einnig sé vandi vegna smita sem koma upp innan deilda á spítalanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur