fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Stefán úr Gagnamagninu stígur fram – „Ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. janúar 2022 19:58

Stefán er vinstra megin við Daða á myndinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Hannesson, áður félagsmaður í Daða og gagnamagninu, hefur nú stigið fram og gengist við því að vera sá meðlimur Gagnamagsnins sem hefur á samfélagsmiðlum verið sakaður um ofbeldi. Hann tekur á sig alla ábyrgð og tekur skömmina til sín.

„Árið 2013 beitti ég þáverandi kærustu mína ofbeldi og hefur hún nú stigið fram og sagt frá. Því miður var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi en það átti sér einnig stað í mínu fyrsta sambandi. Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði,á hverjum degi og mun alltaf gera. Ég hef leitað mér hjálpar hjá sálfræðingi til að horfast í augu við þetta og vinna úr þessu. Varðandi Gagnamagnið, þá tilkynnti ég hópnum í fyrra að ég kæmi ekki fram með þeim ef við yrðum beðin um það í framtíðinni. Á þeim tíma hefði ég átt að tilkynna það opinberlega. Ábyrgðin er mín, skömmin er mín.“

Sjá einnig: Meðlimur í Gagnamagninu hættur vegna ásakana um ofbeldi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“