Þetta kemur fram í svari Vigdísar Evu Líndal, sviðsstjóra hjá Persónuvernd, við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Eins og skýrt var frá í vikunni þá sakar Hörður J. Oddfríðarson, dagskrárstjóri SÁÁ, Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um brot á persónuvernd þegar starfsfólk SÍ fékk aðgang að sjúkraskrám SÁÁ og hringdi í skjólstæðinga samtakanna. SÁÁ hefur ekki kvartað til Persónuverndar vegna þessa.
Samkvæmt lögum hafa SÍ ríkar heimildir til eftirlits og geta kallað eftir upplýsingum úr sjúkraskrá í stað þess að skoða hana þar sem hún er vistuð. Kveðið er á um að eins heilbrigðisstarfsfólk hafi heimild til að skoða upplýsingar úr sjúkraskrám og í sumum tilvikum þarf upplýst samþykki sjúklinga.