fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Ung kona sakfelld fyrir 17 brot – Stal bíl og villti á sér heimildir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 19:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fædd árið 1993 var í gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir samtals 17 brot, þar af 13 umferðarlagabrot og fjögur hegningarlagabrot.

Umferðarlagabrotin snerust um akstur undir áhrifum slævandi lyfja.

Meðal hegningarlagabrota konunnar voru þau að hún tók bíl traustataki og ók honum undir áhrifum lyfja. Þá sagði hún rangt til nafns við handtöku eftir eitt brot sitt, þóttist vera önnur kona, og var hún því ákærð fyrir rangar sakagiftir.

Einnig var konan ákærð fyrir tíu þúsund króna þjófnað úr versluninni New Yorker í Kringlunni og fyrir að stela skráningarmerkjum af bíl og setja á sinn eigin bíl.

Konan játaði brot sín skýlaust.

Hún var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt ökuleyfi í fimm ár. Hún þarf síðan að greiða vel yfir tvær milljónir króna í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“