fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Fjölskylda Otto Warmbier fær tugi milljóna úr hendi Norður Kóreumanna vegna illrar meðferðar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 13:30

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Otto Warmbier sem lést árið 2017 eftir að hafa sætt hryllilegri meðferð í haldi Norður Kóreumanna frá lok árs 2015 fær 240 þúsund Bandaríkjadali úr sjóðum Norður Kóreumanna. Peninginn lagði Bandaríkin hald á í tengslum við viðskiptaþvinganir og rannsóknir á ólöglegri bankastarfsemi stjórnvalda í Pyongyang.

Fjölskyldan höfðaði mál gegn stjórnvöldum í Norður Kóreu vegna meðferðarinnar sem sonur þeirra mátti sæta eftir að hann var handtekinn fyrir að hafa rifið niður plaggat á vegg á hóteli hýsti Otto og vini hans í Pyongyang. Otto var síðar sleppt og hann fluttur heim til sín til Bandaríkjanna, en var þá í dái og lést sex dögum síðar.

Foreldrar Ottos höfðuð síðar mál gegn einræðisríkinu og dæmdi undir-alríkisdómstóll í New York Norður Kóreu til þess að greiða fjölskyldunni rúman hálfan milljarð dollara í bætur, andvirði um 62 milljarða íslenskra króna. Afar ólíklegt er að öll sú summa muni nokkru sinni innheimtast.

240 þúsund dalirnir, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna, er fyrsta greiðslan sem Warmbier fjölskyldan fær inn á 62 milljarða skuldina. Peningurinn var áður í eigu ríkisbanka Norður Kóreumanna, og komst alríkisdómstóll því að þeirri niðurstöðu að peningurinn væri stjórnvalda, og því gæti Warmbier fjölskyldan gengið að þeim.

Frá þessu greindi fréttavefurinn The Hill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“