fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Guðmundur Felix kominn með kórónuveiruna – „Þetta var á brúðkaupsafmælinu okkar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 10:00

Guðmundur Felix Grétarson Mynd: Brynjar Snær Þrastarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson, fyrsti maðurinn í heiminum til að fá ágræðslu handleggja við axlir, greindist með kórónuveiruna tveimur dögum eftir að hann kom til Frakklands eftir ferð sína til Íslands yfir hátíðirnar.

Eftir lifrarígræðslu var Guðmundur Felix á svokölluðum ónæmisbælandi lyfjum sem sannarlega hjálpuðu honum þegar kom að því að hann fékk samþykki fyrir handleggjaágræðslunni.

Þrátt fyrir að hafa verið bólusettur gegn kórónuveirunni mældust hins vegar engin mótefni hjá honum. Hann sefur nú um 18 klukkutíma á dag og er bæði með hita og beinverki.

Guðmundur Felix kom til Íslands í fyrsta skipti í langan tíma þann 16. desember síðastliðinn en áður hafði hann verið á sjúkrahúsi í ellefu mánuði vegna endurhæfingar.

Hann varði fyrstu jólunum sínum á Íslandi, ásamt eiginkonu sinni Sylwiu. Þá hélt hann meðal annars fyrirlestra fyrir nema í sjúkraþjálfun og starfsfólk Orkuveitunnar.

Hann var valinn maður ársins af bæði lesendum DV, og lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar. Þá kom ævisaga hans út fyrir jólin sem bar heitið 11.000 volt og vakti mikla athygli en Guðmundur Felix fékk 11.000 volt í gegn um líkama sinn í alvarlegu slysi árið 1998 og missti í kjölfarið handleggina.

Eftir heimsóknina til Íslands fóru þau Guðmundur Felix og Sylwia aftur heim til Frakklands þann 7. janúar og þau greindust bæði með kórónuveiruna þann níunda. „Þetta var á brúðkaupsafmælinu okkar,“ segir hann en þau giftu sig þann níunda janúar 2016.

Hjónin Sylwia Gretarsson Nowakowska og Guðmundur Felix Grétarsson tilbúin í kvöldverð með forseta Íslands – Mynd/Facebook

Undir venjulegum kringumstæðum væri hann komin aftur á fullt í endurhæfingu en hann er enn of smitandi til þess. Guðmundur Felix fékk hins vegar sprautu með mótefni sem á að virka í hálft ár.

Til allrar hamingju hefur hann ekki orðið mjög veikur. „Ég er bara búinn að vera með hausverk og slappur,“ segir hann. Sylwia hafi hins vegar farið mun betur út úr smitinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar