fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

„Evrópa er nær stríði núna en nokkru sinni síðan Júgóslavía hrundi“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 10:30

Fánar Rússlands og Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Evrópa er nær stríði núna en nokkru sinni síðan Júgóslavía hrundi,“ sagði ónafngreindur háttsettur diplómat hjá ESB í samtali við Katya Adler, ritstjóra evrópskra frétta hjá BBC, nýlega.

Í grein sinni segir Adler að staðan í höfuðstöðvum ESB í Brussel sé viðkvæm, raunverulegur ótti sé til staðar um að Evrópa sé að sogast inn í verstu öryggismálakrísu sína áratugum saman. En þessi ótti birtist ekki eingöngu í áhyggjum af langvarandi stríði Rússa og Úkraínu. Segir Adler að fáir telji Rússa búa yfir nauðsynlegum hernaðarmætti eða stuðningi heima fyrir til að standa í langvarandi stríði.

Aðaláhyggjuefnið sé að Rússar séu að reyna að reka fleyg á milli Evrópuríkja og raska jafnvæginu í álfunni sér í hag. En vandinn sem ESB stendur frammi fyrir er að aðildarríkin eru engan veginn samstíga í hvernig eigi að taka á málum.

Eins og fram hefur komið þá hafa Rússar stefnt miklu herliði að úkraínsku landamærunum en hvað þeir ætla sér næst er óljóst. Vesturlönd telja að Vladímír Pútín, forseti, hafi lagt of mikið undir í málinu til að geta dregið sig út úr því án þess að geta sýnt fram á einhvern árangur af þessu brölti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enginn á roð í Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða