fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Sverrir með yfirlýsingu vegna ákæru um skattalagabrot – „Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki upp“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 21:00

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Nýju Vínbúðarinnar, hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar frétta um að hann hafi verið ákærður fyrir skattalagabrot. Sverrir er ákærður af héraðssaksóknara fyrir aðkomu sína að rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og hafa verið afskráð.

Um er að ræða einkahlutafélögin BHG ehf, Sogið veitingar ehf. og Jupiter gisting ehf. Sverrir er ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri félaganna sem framkvæmdastjóri þeirra og stjórnarmaður. Sogið veitingar ehf. var félag utan um rekstur Þrastalundar en Jupiter gisting var um tíma rekstrarfélag Hótel Brims í Skipholti.

Í yfirlýsingu sinni greinir Sverrir frá því að hann hafi komið víða við sem rekstrarmaður og flest fyrirtækja hans hafi gengið vel. Hann hafi verið ábyrgðarmaður þeirra þriggja félaga sem um getur í ákærunni og því miður hafi rekstur þeirra verið erfiður og ekki gengið upp þó að hann hafi lagt sig allan fram. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Reykjavík, 18. janúar 2022

Yfirlýsing frá Sverri Einar Eiríkssyni

Héraðssaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur mér fyrir skattalagabrot vegna þriggja félaga, þar sem ég var ábyrgðarmaður. Fjölmiðlar hafa ákæruna undir höndum og hafa, eðli málsins samkvæmt, fjallað um málið í dag.

Ég hef í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, starfsmannaleigu og fleira.

Flest hefur gengið vel en vissulega hefur ekki allur rekstur gengið upp með þeim hætti sem lagt var upp með í byrjun, og er það miður. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki upp, þrátt fyrir að ég legði mig allan fram þá varð ég að játa mig sigraðan að lokum. Því fór sem fór með þau félög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“