fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Kristján Þór ætlar að hætta sem sveitarstjóri og flytja frá Húsavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 19:54

Kristján Þór Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í embætti. Um þetta uppblýsti hann á sveitarstjórnarfundi fyrr í dag en Kristján Þór hefur gegnt starfinu í tvö kjörtímabil.  Fréttablaðið greinir frá.

Talsverður stormur hefur geisað um sveitarstjórann undanfarin misseri. Andstæðingar hans hafa gagnrýnt frammistöðu hans og þær raddir urðu háværari þegar hann fór í veikindaleyfi á síðasta ári. Þegar Kristján Þór sneri tilbaka var greint frá því að hann og eiginkona hans, fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, væru skilin.

Sjá einnig: Allt logar á Húsvík vegna sveitarstjórans– Stefán sakar Kristján um óheiðarleika – „Allt í steik“

„Ég mun ekki sækjast eftir starfi sveitarstjóra og mun ekki bjóða mig fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hér í Norðurþingi,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Þá kemur fram í umfjöllun blaðsins að Kristján Þór reikni með að flytja frá Húsavík eftir kosningarnar.

Sjá einnig: Kristján Þór og Gunna Dís sögð vera að skilja

Kristján Þór deildi tíðindunum einnig á Facebook-síðu sinni og þar lét sveitarstjórin eftirfarandi orð falla.

„Ég og sveitarstjórn öll óskuðum eftir ögn meiri standard í umræðuna um málefni Norðurþings á opinberum vettvangi. Er til of mikils mælst í þeim efnum? Eftirspurn eftir persónuníði, upphrópunum, rógburði og falsfréttum er engin á okkar borði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við