fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 19:11

Bjarki Már Elísson var markhæstur í leiknum með 9 mörk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TV2 í Danmörku er með áberandi umfjöllun um magnaðan sigur Íslendinga á Ungverjum á EM í handbolta. Ísland vann eins marks sigur og komst áfram í milliriðil með tvö aukastig.

Í fyrirsögn segir að gestgjöfunum hafi mistekist fyrir framan 20 þúsund áhorfendur. Í lok leiksins hafi þeir horft tómeygir á möguleika sína á sæti í milliriðli hverfa á meðan Íslendingar hafi stigið stríðsdans af gleði. Birt er mynd úr áhorfendastúkunni þar sem sést að einn íslenskur fáni sést innan um haf af ungverskum fánum. Segir í myndatexta að Íslendingar hafi verið tilbúnir í undirtölu í leiknum innan vallar og utan.

Þess má geta að Danir verða fyrstu andstæðingar okkar liðs í milliriðli. Reyndar er ofmælt hjá danska miðlinum að Ungverjar séu úr leik því þeir gætu mögulega komist áfram ef Portúgal vinnur Holland í kvöld.

Þá segir að brjáluð stemning hafi verið í höllinni sem hafi verið troðfull af brjáluðum handboltaunnendum og fyrir löngu hafi verið uppselt á leikinn. Íslendingar hafi hins vegar höndlað það mjög vel að vera í minnihluta.

Þá segir að leikurinn hafi verið mikið drama sem hafi nánast skrifað sig sjálft fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“