fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Ómar tekur Jón á beinið – „Ekki það sem málið snýst um“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 13:59

Myndin er samsett,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Þessi staðreynd vekur upp ýmsar spurningar.“

Svona hefst pistill sem Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, skrifaði og birti á bloggsíðu sinni í dag. Í pistlinum talar Jón um að fólki sem er af erlendu bergi brotið hafi fjölgað á undanförnum árum. Þá segist hann segist hafa áhyggjur af íslenskri menningu vegna þessa. „Íslendingar eru fámenn þjóð. Við höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum við ekki leggja eitthvað á okkur til að varðveita hvorutveggja? Þá þarf að gera kröfur til þeirra sem koma til fastrar búsetu, að þeir læri tungumálið og aðlagist  íslensku þjóðlífi sem fyrst,“ segir hann.

„Á sama tíma verðum við að gæta þess, að takmarka aðflutning við það sem er viðráðanlegt til að íslenskt þjóðerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í þjóðahafinu. Slíku slysi verður að afstýra.“

Jón segir svo í pistlinum að fleiri séu að flytja hingað til lands en hægt er að ráða við. „Það er því með ólíkindum, að íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, að setja hvorki reglur né gera nánast nokkuð í því að efla og vernda íslenska menningu og tungu á þessum tímum, sem þess er mikil þörf,“ segir hann.

„Þvert á móti þá hamast ríkisstjórnin við að troða inn í  landið stórum hópum af fólki sem kemur ekki til að vinna og er frá menningarsvæðum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaþjóðanna sýnir, að það fólk aðlagast ekki þjóðfélaginu hvorki lögum þess siðum eða reglu. Er ekki kominn tími til að koma í veg fyrir það?“

Fann sig knúinn til að gera athugasemdir við pistilinn

Þessi pistill Jóns vakti athygli fjölmiðlamannsins og þjóðargerseminnar Ómars Ragnarssonar sem ákvað að skrifa svar við pistlinum á sinni eigin bloggsíðu. „Sjá má í pistli hér á Moggablogginu í dag að vegna þess að útlendingar séu komnir í meirihluta í Mýrdal þurfi að bregðast við því og sporna við áhrifum útlendinga hér á landi á íslenska tungu og menningu,“ segir Ómar í upphafi pistilsins. „Við þeirri tengingu, sem er í pistlinum á milli búsetu innflytjenda hér á landi og versnandi stöðu íslenskrar tungu og menningar verður að gera athugasemdir.“

Ómar segir að fyrir tveimur áratugum síðan hafi ástandið í atvinnumálum víða um landið strax orðið þannig að innflytjendur unnu störfin, til dæmis við hafnir úti á landi. Það var af einfaldri ástæðu,“ segir hann. „Íslendingar fengust ekki til að vinna þessi störf. “

Þá bendir Ómar á að þegar verið var að smíða Kárahnjúkavirkjun hafi það sama gerst. „Gamla mýtan um það, hvernig ætti að útvega innfæddum atvinnu hélt ekki, til dæmis við smíði Kárahnjúkavirkjunar, þar sem ætlunin var að 80 prósent starfsmanna yrðu Íslendingar, en 20 prósent útlendingar. Þetta varð í raun öfugt, 80 prósent urðu farandverkamenn, þar af stór hluti Kínverjar,“ segir hann.

„Ef „hreinsað hefði verið til“ á þessum tíma, hefði öll framleiðsla og atvinna á fjölmörgum stöðum um allt land lagst niður.“

Segir málið ekki snúast um „þjóðernishreinsanir“ eða „erlenda blóraböggla“

Ómar ræðir þá um það sem honum finnst vera raunverulegt vandamál þegar kemur að íslenskri tungu og menningu. „Í umræddum pistli er í sömu andrá rætt um hina óæskilegu útlendinga og slæma stöðu íslenskrar tungu og menningar. En það blasir hins vegar við að við Íslendingar sjálfir höfum einir og óstuddir reynst einfærir um að sækja æ harðar að íslenskri tungu og það úr verstu átt; því að langoftast er um einskonar snobb fyrir ensku að ræða af hendi vel menntaðra Íslendinga,“ segir hann og nefnir svo dæmi sem hann heyrði nýlega í útvarpinu.

„Nýjasta dæmið um ótal ensk orð, sem nú leysa íslensk orð af hólmi, mátti heyra í útvarpi í fyrradag þegar Íslendingur gekk fram hjá því að nota eitthvað af íslenskum orðum, „klúður, rugl, ólestur“ og notaði staðinn enska orðið „mess“ með því við að segja því því að í ákveðnu máli „væri allt í messi“ og átti þá ekki við argentínska knattspyrnusnillinginn.“

Ómar nefnir þá fleiri dæmi þar sem álitsgjafar grípa í enskuna í stað þess að notast við móðurmálið. „Einn álitsgjafinn hefur tvinnað saman enskum orðum og hugtökum á borð við level, þegar lýst er mismunandi gæðum, og gekk svo langt nýlega að tala um að landsliðsþjálfarinn þyrfi að „kópa við“ landsliðshópinn,“ segir hann.

„Meðan staða íslenskunnar er í þessum ólestri; – afsakið, í þessu messi, eru eins konar þjóðernishreinsanir og leit að erlendum blórabögglum ekki það sem málið snýst um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi