Þrátt fyrir frábæra byrjun Íslands á EM í handbolta, sem fram er í Ungverjalandi og Slóvakíu, eru íslensku strákarnir ekki öruggir áfram í milliriðil.
Fjögur lið er í riðlinum og tvö efstu komast áfram. Liðin tvö taka með sér stig úr innbyrðisviðureignum og fara eftir atvikum með núll, eitt eða tvö stig í milliriðil.
Íslendingar hafa unnið báða leiki sína til þessa, gegn Portúgal og Hollandi. Hollendingar unnu Ungverja en töpuðu fyrir Íslandi. Ungverjar lögðu Portúgali.
Ef Ísland tapar lokaleiknum gegn Ungverjalandi með tveimur mörkum eða meira og Holland vinnur Portúgal þá verða það Holland og Ungverjaland sem fara áfram en Ísland situr eftir.
Flestar aðrar mögulegar sviðsmyndir fela í sér að Ísland fari áfram í milliriðil en besta leiðin til að tryggja sér sæti í milliriði og taka með sér þangað tvö stig er að leggja Ungverjaland að velli.
Leikurinn við Ungverja hefst kl. 17 á þriðjudag.