fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Freyr kallar eftir nýrri nálgun og segir ólíklegt að hertu aðgerðirnar beri árangur – „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. janúar 2022 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, telur að þær hertu sóttvarnaaðgerðir sem nú hafa tekið gildi séu ekki líklegar til að skila tilætluðum árangri. Ómíkron afbrigði COVID hafi líklega markað vatnaskil í faraldrinum og nú sé kominn tími á nýja nálgun í baráttuni.

Þetta kemur fram í færslu Ragnars á Facebook í dag. Þar fer hann yfir stöðuna og hvers vegna hann telur aðgerðir sóttvarnayfirvalda komnar út af sporinu.

„Vatnaskil í COVID faraldrinum?

Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu. COVID er gjörólíkur sjúkdómur þeim sem við þekktum bara fyrir nokkrum vikum. Ættu viðbrögð okkar að breytast?“

Ragnar bendir á að nú séu fleiri að smitast á degi hverjum heldur en áður í faraldrinum en á sama tíma leggist færri inn á sjúkrahús.

„Færri leggjast inn vegna COVID, þó nokkrir leggjast inn með COVID. Sárafáir enda á gjörgæslu. Innlagnartíðni vegna Omikron á Íslandi er að lægri en í Danmörku og margfalt lægri en af delta afbrigði veirunnar.

Og þetta er ekki bara tilfinning, þetta er stutt af rannsóknum.“

Staðan á Landspítala í gær var sú að 45 lágu inni vegna COVID. Hluti þeirra sé laus úr einangrun og margir þeirra sjúklinga liggi inni á spítalanum vegna annarra læknisfræðilegra vandamála þó þeir séu smitaðir af COVID.

Hertar aðgerðir séu ekki líklegar til að bera árangur, enda sé nú faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungmenna í menntaskólum og háskólum.

„Fyrir meira en viku síðan birtist í fjölmiðlum niðurstöður spálíkans sem hefur verið lagt til grundvallar stórra ákvarðana. Kallað var eftir útgöngubanni í samfélaginu. Á föstudag voru settar fram nýjar takmarkanir byggðar á þessari spá.

Þær takmarkanir sem lagðar eru á – munu ólíklega skila tilætluðum árangri, enda er faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðina í menntaskóla og háskóla. Og líklega mun útbreiddari en við höldum.“

Ragnar bendir á að víða erlendis séu menn farnir að endurskoða nálgun á sóttvarnir í ljósi breyttra aðstæðna og tíminn sé kominn að Ísland geri það líka.

„Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð sín upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama.“

Ragnar telur að Ísland sé á leið út af sporinu og mikilvægt sé við komum okkur aftur á rétta braut – fyrr frekar en síðar.

„Við þurfum að þrauka í gegnum harðar samfélagsaðgerðir enn á ný. Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna.

Loksins sést til sólar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna